Foreldrar

Gott samstarf heimilis og skóla er afar mikilvægt og öflugt foreldrastarf er einn grundvöllur slíks samstarfs. Með þátttöku í foreldrastarfi fá foreldrar tækifæri á að kynnast og vinna saman að hagsmunamálun barnanna og vellíðan þeirra í skólanum. Að vera árgangs- eða bekkjarfulltrúi gefur góða innsýn í starf skólans og krefst ekki mikillar vinnu

Á aðalfundi foreldrafélagsins eru kosnir árgangsfulltrúar sem skipa stjórn foreldrafélagsins. Árgangsfulltrúar eru tengiliðir við bekkjarfulltrúa og aðstoða þá eftir þörfum. 

Foreldrar sem hafa áhuga á að starfa með foreldrafélaginu, þótt þeir vilji ekki vera fulltrúar, geta gefið kost á sér í einstök verkefni, t.d. piparkökumálun, vorhátíð eða annað.




Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is