Foreldrar

Til allra foreldra og forráðamanna barna í Lækjarskóla


Gott samstarf heimilis og skóla er afar mikilvægt og öflugt foreldrastarf er einn grundvöllur slíks samstarfs. Með þátttöku í foreldrastarfi fá foreldrar tækifæri á að kynnast og vinna saman að hagsmunamálun barnanna og vellíðan þeirra í skólanum. Að vera árgangs- eða bekkjarfulltrúi gefur góða innsýn í starf skólans og krefst ekki mikillar vinnu.

Því hvetjum við ykkur foreldrar til að mæta á

 Aðalfund foreldrafélags Lækjarskóla
fimmtudaginn 3. október kl. 20.05
í fyrirlestrasal Lækjarskóla
.

Dagskrá aðalfundar:

  1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins
  2. Skýrsla fulltrúa foreldra í skólaráði um störf skólaráðs síðasta starfsár
  3. Gjaldkeri gerir grein fyrir reikningum og leggur fram til samþykktar
  4. Aðalfundur ákveður upphæð árgjalds fyrir skólaárið 2011-2012
  5. Lagabreytingar
  6. Kosning í stjórn Foreldrafélags Lækjarskóla – árgangsfulltrúar
  7. Foreldrarölt - kynning og umræður

Á aðalfundi foreldrafélagsins eru kosnir árgangsfulltrúar sem skipa stjórn foreldrafélagsins. Árgangsfulltrúar eru tengiliðir við bekkjarfulltrúa og aðstoða þá eftir þörfum. 

Þeir sem vilja gefa kost á sér í stjórnina, í bekkjafulltrúastarfið eða í einstök verkefni, geta haft samband við Nönnu Pétursdóttur í síma 823-9384, með tölvupósti á  nannapeturs@gmail.com eða mætt á aðalfundinum og boðið sig fram.

Foreldrar sem hafa áhuga á að starfa með foreldrafélaginu, þótt þeir vilji ekki vera fulltrúar, geta gefið kost á sér í einstök verkefni, t.d. piparkökumálun, vorhátíð eða annað.

Meðfylgjandi eru lög Foreldrafélags Lækjarskóla, sem síðast var breytt á aðalfundi árið 2010.  Tillögur um lagabreytingar verða að berast stjórninni 2 dögum fyrir aðalfund.

Áður en aðalfundurinn verður haldinn ætlum við að bjóða upp á áhugaverðan fyrirlestur:

Kynfræðsla fyrir foreldra
með Siggu Dögg

Virk kynfræðsla seinkar kynferðislegri hegðun barna og gerir hana ábyrgari og öruggari þegar hún hefst. Rannsóknir styðja að börn vilja fá kynfræðslu fyrst og fremst frá foreldrum sínum en foreldrarnir þurfi að hefja samræðurnar. Mikilvægur þáttur í því að foreldrar verði opnari fyrir því að ræða þessi málefni við börn sín er þeirra eigin trú á getu þeirra til að geti frætt börn sín um kynlíf. Markmið fyrirlestrarins er að kynfræðsla verði sjálfsagður hluti af samræðum foreldra við börn sín og að fræðslan styrki þeirra samskipti. Umfjöllunarefnin verða kynfæri, kynlífsathafnir, klám og kynlífsmýtur, svo fátt eitt sé nefnt.Sjá nánar í viðhengi.

Við vonumst til að sjá sem flesta!

Með bestu kveðju Foreldrafélag Lækjarskóla

Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is