Lög Foreldrafélags Lækjarskóla

Lög Foreldrafélags Lækjarskóla
Lög Foreldrafélags Lækjarskóla fyrir skólaárið 2019-2020
 1. gr. Félagið heitir Foreldrafélag Lækjarskóla, heimili þess er Sólvangsvegur 4,Hafnarfirði.
 2. gr. Félagar eru allir foreldrar og forráðamenn nemenda í skólanum.
 3. gr. Markmið félagsins er að vinna að heill og hamingju nemenda skólans ogskólann í hvívetna, efla samvinnu heimila og skóla og koma á framfæri sjónarmiðumvarðandiskóla, menntun og uppeldismál barna.
Markmiði sínu hyggst félagið m.a. ná með því að:
 • Starfa samkvæmt þeim ákvæðum laga og reglugerða sem Alþingi og Menntamálaráðuneyti setur um grunnskóla.
 • Skipuleggja og þróa leiðir til að efla samstarf heimila og skóla og styðja eftirmegni félags- og tómstundastarf  nemenda.
 • Veita skólanum aðstoð vegna ákveðinna verkefna og starfa í skólanum.
 • Koma á umræðufundum um skóla og uppeldismál almennt í samráði við skólann.
 • Fylgjast með skólastarfinu og koma fram með óskir um breytingar á starfiskólans.
 • Fjalla um félagslega aðstöðu barna í skólahverfinu.
 • Vera samstarfsvettvangur foreldra.
Félagið eða stjórn þess skal ekki hafa afskipti af vandamálum sem upp kunna að

koma milli einstakra foreldra/ forráðamanna og starfsmanna skólans.

4. gr. Stjórn félagsins er kosin á aðalfundi og skal skipuð foreldrum/ forráðamönnum,einum fyrir hvern árgang nemenda og fulltrúum sérdeilda skólans. Stjórnin kýs formann úr sínum hópi, skiptir með sér verkum og setur sér starfsreglur. Stjórn félagsins skal halda a.m.k. 4 fundi árlega. Öll stjórnin skal kosin til eins árs í senn og skal hún koma sér saman um að a.m.k. 5 sitji áfram í stjórn næsta starfsár, þannig að ekki verði fleiri en 6 nýir fulltrúar kosnir árlega. Rétt til setu á stjórnarfundum hafa skólastjóri, aðstoðarskólastjóri og árgangastjórar, hafa þeir málfrelsi og tillögurétt.

5. gr. Fulltrúi hvers árgangs í stjórn er ábyrgur fyrir því að 2 bekkjarfulltrúar séu skipaðir fyrir hvern bekk í árganginum. Bekkjarfulltrúar sjá um starf í þágu síns bekkjar skv. starfsreglum stjórnar. Stjórn foreldrafélagsins skal boða alla bekkjarfulltrúa til sameiginlegs fundar minnst einu sinni á vetri.

6. gr. Aðalfund skal halda fyrir lok maí ár hvert og telst fundurinn löglegur ef til hans er boðað með minnst 7 daga fyrirvara. Á aðalfundi flytur stjórnin skýrslu um störf félagsins á liðnu starfsári. Aðalfundur ákveður upphæð árgjalds. Árgjald skal innheimta með rafrænum greiðsluseðli að hausti. Fyrir skólaárið 2019-2020 verður það kr. 2.500. Bókhaldsár félagsins er frá 1. maí til 30. apríl ár hvert.

7. gr. Á aðalfundi félagsins skal kjósa tvo fulltrúa í skólaráð skólans eins og kveðið er á um í 9. gr. laga nr. 91/2008. Um kosningu í skólaráð fer eftir eftirfarandi starfsreglum.
 • Stjórn foreldrafélagsins í samráði við skólastjóra auglýsir eftir tilnefningum úr hópi foreldra í skólaráð. Tryggja skal að öllum foreldrum berist slík auglýsing. Auglýsinguna skal senda með Mentor pósti á alla foreldra og birta á heimasíðu skólans og foreldrafélagsins. Í auglýsingunni er hlutverk skólaráðs kynnt og að fulltrúar séu kosnir til tveggja ára í senn. Tilnefningum skal skilað til formannsforeldrafélagsins eða senda í tölvupósti á netfang foreldrafélagsins.
 •  Annar fulltrúi foreldra í skólaráði skal vera úr röðum stjórnarmanna foreldrafélagsins.
 •  Ef enginn gefur kost á sér þá leitar stjórn foreldrafélagsins eftir foreldrum til að gefa kost á sér.
 • Auglýsa skal eftir framboði foreldra í skólaráð í síðasta lagi viku fyrir aðalfund foreldrafélagsins.
 • Allir foreldrar barna í Lækjarskóla eru kjörgengir nema þeir séu kennarar eða starfsfólk skólans eða sitji sem kjörnir fulltrúar í fræðslunefnd Hafnarfjarðar.
 • Kosið er í skólaráð á aðalfundi foreldrafélagsins.
 • Þegar kosið er í fyrsta sinn í skólaráðið er annar fulltrúi foreldra kosinn til einsárs og hinn til tveggja ára. Varamenn skal kjósa í samræmi við það. Með þessu móti er komið í veg fyrir að báðir fulltrúar foreldra fari úr skólaráðinu á sama tíma.
 • Að öllu jöfnu skal miða við að fulltrúar foreldra sitji ekki lengur en fjögur ár samfellt í skólaráði.
8. gr. Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi og ræður meirihluti atkvæða
fundarmanna. Tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórninni 5 dögum fyrir

aðalfund.

9. gr. Ákvörðun um slit félagsins verður tekin á aðalfundi, með auknum meirihluta og

renna eignir þess til Lækjarskóla.

10. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.
Lögum þessum var síðast breytt á aðalfundi foreldrafélagsins þann 05.06 2019.

Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is