Bekkjarfulltrúar

  • Hlutverk bekkjarfulltrúa er að stuðla að auknu samstarfi foreldra, kennara og nemenda innan hvers bekkjar.
  • Það er mikilvægt í góðu skólasamfélagi að foreldrar þekki hvort annað og þeir geti sammælst um ýmsar uppeldisreglur sem snúa að nemandanum s.s. útivistartíma, tölvu/símanotkun, hegðun, afmæli o.fl.
  • Bekkjarfulltrúar bera ábyrgð á að manna foreldrarölt þau kvöld sem bekknum er úthlutað. Í lok vetrar mun best mannaða foreldraröltið fá verðlaun sem verður hægt að nýta þágu bekkjarins.
  • Í hverjum bekk á að vera minnst tveir bekkjarfulltrúar.
  • Stjórn foreldrafélagsins skal boða alla bekkjarfulltrúa til sameiginlegs fundar minnst einu sinni á vetri.
  • Bekkjarfulltrúar hjálpa til við að skipuleggja félagsstarf með "sínum" bekk eða árgangi a.m.k. tvisvar yfir skólaárið í samráði við umsjónarkennara og/eða árgansstjóra. Þetta getur falist í því að sjá til þess að nemendur og foreldrar/forráðamenn geri eitthvað saman, t.d. fara á skauta, í keilu, grilla að vori o.þ.h. Bekkjarfulltrúi reynir að taka mið af áhugasviði nemenda og foreldra.



Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is