Gæsla í frímínútum

Skóla- og frístundaliðar gæta öryggis nemenda í frímínútum. Gæslunni er skipt upp í svæði sem stuðlar að því að gæslan verði mun markvissari. Ef veður er slæmt hafa kennarar samráð við skólastjórnendur um það hvort nemendur verði inni.
Skóla- og frístundaliðar eru á vallarvörslu. Leiksvæðinu er skipt upp í afmörkuð vinnusvæði.

Boltavöllum er skipt á milli árganga eftir vikudögum. Starfsmenn á vakt fylgjast vel með að þetta skipulag sé virt og gangi átakalaust fyrir sig.
Þeir skóla- og frístundaliðar sem eru inni aðstoða nemendur á þann hátt sem best hentar hvaða aldri. Þeir taka við nemendum af leikvelli sem hafa meitt sig og sinna þeim og hleypa þeim inn sem þurfa að fara á snyrtingu. Skóla- og frístundaliðar hafa almennt eftirlit með umgengni á göngum skólans.

Hjólreiðar eru ekki leyfðar á skólalóðinni í frímínútum til að tryggja öryggi nemenda. Það sama gildir um s.s. hlaupahjól, línuskauta og hjólabretti. Ef nemendur koma á hjóli í skólann þarf að brýna fyrir þeim  að hafa það læst því engin ábyrgð er tekin á hjólum.



Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is