Fréttir

16.11.2017 : Skipulagsdagur/Working day/Dzień organizacyjny

Laekjarskoli,-vetrarmynd

Mánudagurinn 20. nóvember er skipulagsdagur í Lækjarskóla. Engin kennsla fer fram þann dag en frístundaheimilið Lækjarsel er opið fyrir þau börn sem þar eru skráð. 

Skólastjórnendur.


There will be no school for students on Monday, November 20th as it is an working day for teachers and staff at Lækjarskóli. The after school Activity Center (Frístundaheimilið Lækjarsel) is open for children who are registered. 

The Principal of Lækjarskóli.

Poniedziałek, 20 listopad jest dniem organizacjyjnym w Lækjarskóli i dniem wolnym od zajęć szkolnych.  Świetlica (frístundaheimilið) będzie otwarta w godzinach pozalekcyjnych tylko dla dzieci, które są tam zapisane. 

Dyrekcja szkoły.

...meira

6.11.2017 : Lestrarsprettur Lækjarskóla

Kæru foreldrar/forráðamenn nemenda í Lækjarskóla

6. nóvember hefst Lestrarsprettur Lækjarskóla. Góð lestrarkunnátta er undirstaða almennrar menntunar og mikilvægt er að vekja áhuga nemenda á lestri og viðhalda honum alla skólagönguna.
Lestrarsprettur verður í öllum skólanum 6. - 24. nóvember. Þessar vikur fær lestur aukið vægi þar sem markmiðið er að auka lestrarfærni og efla áhuga á lestri. Á hverjum degi eiga nemendur að lesa í skólanum og heima.

Við hvetjum foreldra til að taka þátt í lestrarsprettinum með okkur, ræða við börnin um verkefnið, lesa með þeim og fyrir þau. Allt eftir hvað passar hverjum og einum.

Þegar nemendur hafa lokið við bók, skrifa þeir nafn sitt og bókarinnar á miða og munu kennarar halda utan um skráningar hjá nemendum og birta það myndrænt á veggjum skólans.
Við hvetjum nemendur til að nýta sér bækur að heiman, á Bókasafni Hafnarfjarðar ásamt Bókasafni Lækjarskóla.

Góða skemmtun

...meira

6.11.2017 : Dagur gegn einelti

Miðvikudaginn 8. nóvember tökum við þátt í verkefninu „Dagur gegn einelti“. Þennan dag ætlum við að hafa grænan dag, þ.e. mæta í grænum fötum eða með eitthvað grænt á okkur.  

Við viljum að öllum nemendum okkar líði vel í skóla og jákvæður skólabragur skiptir sköpum fyrir líðan og starfsgleði nemenda og starfsfólks. Þess vegna er svo mikilvægt að leggja áherslu á virðingu, samkennd, jákvæð samskipti og skilning. Þennan dag verður í Lækjarskóla lögð áhersla á fræðslu gegn einelti og ýmis verkefni unnin af nemendum í tengslum við samskipti og vináttu. Allir nemendur og starfsfólk skólans mega mæta í einhverju grænu í skólann þennan dag.

...meira

31.10.2017 : Skólamatur

Reykjanesbær. 26.október 2017.
Kæri foreldri/forráðamaður.
Við hjá Skólamat erum þakklát fyrir að fá aftur tækifæri til að bjóða nemendum í Hafnarfirði upp á skólamáltíðir og leggjum ríka áherslu á gott samstarf og umfram allt góðan mat.
Óski foreldrar eftir því að börn þeirra verði í mataráskrift hvort sem þau voru skráð áður hjá fyrri rekstraraðila eða ekki þá er mikilvægt að þau verði skráð í gegnum heimasíðu Skólamatar https://askrift.skolamatur.is

...meira

Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is