Fréttir

19.2.2019 : Gaman í vetrarfríinu

Fjölbreytt dagskrá verður í boði í Hafnarfirði í vetrarfríinu

https://www.hafnarfjordur.is/mannlif/vidburdir/vidburdir-framundan/vetrarfri-feb2019

https://www.hafnarfjordur.is/mannlif/vidburdir/vidburdir-framundan/winter-break-feb2019

https://www.hafnarfjordur.is/mannlif/vidburdir/vidburdir-framundan/ferie-zimowe-2019


...meira

13.2.2019 : Vetrarfrí, winter break, zima 21. og 22. febrúar

Vetrarfrí verður í Lækjarskóla fimmtudaginn 21. og föstudaginn 22. febrúar. Frístundaheimilið Lækjarsel verður lokað þessa daga. Nemendur mæta aftur samkvæmt stundaskrá mánudaginn 25. febrúar.

During Thursday 21 and Friday 22 og February there is a winter break in the elementary schools of Hafnarfjörður.

W dniach 21 i 22 luty 2019 w szkołach podstawowych w Hafnarfjördur będą miały miejsce ferie zimowe. 

...meira

13.2.2019 : Skipulagsdagur

Skipulagsdagur veður í Lækjarskóla 20. febrúar 2019. Nemendur mæta ekki í skólann þann dag. Frístundaheimilið Lækjarsel verður opið fyrir þá nemendur sem verða skráðir.

...meira

4.2.2019 : Grunnskólahátíð 2019

Miðvikudaginn 6. febrúar fer fram Grunnskólahátíð í Hafnarfirði. Sýndar verða leiksýningar frá öllum grunnskólunum í Gaflaraleikhúsinu kl. 11:30, kl. 13:00 og kl. 14:30. Um kvöldið kl. 19:00 - 22:00 fer fram ball í íþróttahúsinu við Strandgötu.  Miðaverð á ballið er 2.800 kr og 200 kr í leikhúsið og miðasalan hefst miðvikudaginn 30. janúar og fer fram í félagsmiðstöðvunum í Hafnarfirði.


Á ballinu koma fram DJ Englasálmar, MaxiXDaxi, Herra Hnetusmjör, Flóni, Ragga Hólm og sigurvegarar úr söngkeppni Hafnarfjarðar.
Rútur fara frá öllum skólum á ballið nema Lækjar- og Öldutúnsskóla - en unglingarnir þaðan koma sér sjálfir á staðinn. Fatahengi verður á staðnum en ekki er borin ábyrgð á verðmætum og skópör verða ekki geymd í fatahenginu. Við hvetjum foreldra/forráðamenn að biðja unglinginn sinn að skilja ekki verðmæti eftir í yfirhöfnum sínum og velja skóbúnað vel því ballið er langt.
Allir unglingar fara svo í rútum heim sem byrja að keyra frá Strandgötunni kl. 22:00.
Frí er gefið í fyrstu tveimur tímum þann 7. febrúar fyrir nemendur í unglingadeild. Frekari upplýsingar um mætingu og fyrirkomulag fá unglingar í félagsmiðstöðinni sinni.

Gsh2019

...meira

Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is