Fréttir

20.2.2018 : Skipulagsdagur/Vetrarfrí - Working day/Winter vacation - Dzień organizacyjny/Zima

Vetrarmynd-treFöstudagurinn 23. febrúar er skipulagsdagur í Lækjarskóla. Þann dag fellur öll kennsla niður. Vetrarfrí verður mánudaginn 26. og þriðjudaginn 27. febrúar.

...meira

20.2.2018 : Leikskólaheimsókn frá Arnarbergi

Arnarberg-15.-feb.-2018Fimmtudaginn 15. febrúar komu elstu nemendur frá leikskólanum Arnarbergi í heimsókn til að skoða Lækjarskóla. Þetta var fjölmennur og áhugasamur hópur sem gekk um skólann með Sigríði Valdimarsdóttur, deildarstjóra.  Þau fengu að vita að hér eru þrír gangar; gulur, rauður og grænn og vita núna að 1. – 4. bekkur er á gula gangi. Þau sáu Svaninn á rauða gangi og lærðu að Svanurinn er merki skólans.

...meira

12.2.2018 : Öskudagur - Ash Wednesday - Środa Popielcowa

Öskudagur er miðvikudaginn 14. febrúar og er hann skertur dagur hjá yngsta stigi og miðstigi.
Skóladagurinn er frá kl. 8.10 - 11:10 - Nemendur mæta í heimastofur. Lækjarsel er opið fyrir þá sem þar eru skráðir.
Athugið að unglingastig starfar samkvæmt stundaskrám þennan dag.

Í tilefni öskudagsins miðvikudaginn 14. febrúar ætlum við að brjóta upp hefðbundna stundaskrá og gera okkur glaðan dag. Nemendur mega mæta í búningum, náttfötum eða bara venjulegum fötum. Því miður getum við ekki leyft fylgihluti með búningum eins og töfrasprota, sverð, byssur eða annað álíka.

Hádegismatur frá Skólamat (samloka, ávöxtur og safi) er fyrir þá sem eru í áskrift þennan dag.

...meira

9.2.2018 : Heimsókn frá Hörðuvöllum

Fimmtudaginn 8. febrúar komu elstu nemendur frá leikskólanum Hörðuvöllum í heimsókn til að skoða Lækjarskóla. Þetta var hress og áhugasamur hópur, sem gekk um skólann með Sigríði Valdimarsdóttur, deildarstjóra.  Þau fengu að vita að hér eru þrír gangar; gulur, rauður og grænn og vita núna að 1. – 4. bekkur er á gula gangi.Horduvellir

...meira

Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is