Fréttir

22.8.2019 : Reglur um ástundum í Grunnskólum Hafnarfjarðar

22.8.2019 : Hafragrautur

Hafnarfjarðarbær býður öllum grunnskólabörnum í Hafnarfirði upp á hafragraut á morgnana  frá klukkan 7:50 til 8:10  og byrjum við fyrsta kennsludag á því. Grauturinn verður afgreiddur í matsal skólans.

Foreldrum stendur til boða að kaupa ávaxta- og grænmetisáskrift fyrir börn sín í morgunhressingu og fer skráning fram á áskriftarformi á heimasíðu Skólamatar www.skolamatur.is

Ef spurningar vakna, eða þið eruð með ábendingar eða athugasemdir varðandi hafragrautinn eða ávaxtaáskriftina þá hvetjum við ykkur til að senda þær á skolamatur@skolamatur.is

...meira

19.8.2019 : Reglur um niðurfellingar á fæðisgjald

Frá 1. janúar 2019 var gerð breyting á fæðisgjaldi til fjölskyldna með börn á grunnskólaaldri í Hafnarfirði.

Ef þrjú systkini eða fleiri eru með lögheimili í Hafnarfirði, með sama fjölskyldunúmer í Þjóðskrá, eru á grunnskólaaldri og eru í mataráskrift greiðir Hafnarfjarðarkaupstaður að fullu hádegisverð frá og með þriðja systkini. Forsjáraðili /forráðamaður greiðir aldrei hádegisverð fyrir fleiri en tvö systkini á grunnskólaaldri á sama tíma. Ekki þarf að sækja sérstaklega um niðurfelling á fæðisgjaldi ef þessi skilyrði eru uppfyllt.

Í einhverjum tilvikum geta aðstæður fjölskyldu verið aðrar eins og ef börn eru ekki með sama lögheimili og fjölskyldunúmer í Þjóðskrá og/eða ef eitt eða fleiri systkini eru í grunnskólum utan Hafnarfjarðar eða í sjálfstætt reknum grunnskólum. Í þessum tilvikum þarf forsjáraðili/forráðamaður að sækja um niðurfellingu á fæðisgjaldi á Mínum síður á vef bæjarins (www.hafnarfjordur.is) fyrir 20. dags mánaðar. Börn geta aldrei verið tvítalin þegar systkinahópur er í fleiri en einni fjölskyldu, t.d. í sameiginlegri forsjá hjá tveimur fjölskyldum. Niðurfelling á fæðisgjaldi tekur gildi næsta mánuð á eftir dagsetningu umsóknar.

Reglur um niðurfellingu eru birtar á vef bæjarins.


Skrifstofa fræðslu- og frístundaþjónustu Hafnarfjarðar

...meira

8.8.2019 : Skólasetning

Skólasetning skólaársins 2019-2020 verður í hátíðarsal Lækjarskóla fimmtudaginn 22. ágúst 2019.

Nemendur mæta sem hér segir:
Kl. 8:30 9. og 10. bekkir
Kl. 9:00 7. og 8. bekkir
Kl. 10:00 5. og 6. bekkir
Kl. 11:00 3. og 4. bekkir
Kl. 12:00 2. bekkur

Foreldrar eru hvattir til þess að koma með börnum sínum.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 23. ágúst nema hjá 1. bekk, þar verða foreldraviðtöl.

Foreldraviðtöl verða hjá 1. bekk  22. og 23. ágúst og kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 26. ágúst....meira

Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is