Fréttir

19.9.2017 : Aðalfundur foreldrafélags Lækjarskóla

Aðalfundur foreldrafélags Lækjarskóla verður haldinn í þriðjudagskvöldið 26. september nk. kl. 20:00. Í fyrirlestrarsal Lækjarskóla, við aðalinngang.

Áður en formlegur aðalfundur hefst býður foreldrafélagið upp á fyrirlestur frá Hugarfrelsi – aðferðir sem virka. Er kvíði, ónægur svefn, neikvæð sjálfsmynd eða snjalltækin að hafa áhrif á barnið þitt og gæðastundir fjölskyldunnar? Efni sem á alltaf erindi. Sjá nánari upplýsingar hér fyrir neðan.

...meira

29.8.2017 : Skólaheilsugæsla Lækjarskóla

Skólaheilsugæsla Lækjarskóla er á vegum heilsugæslunnar Sólvangi. Hjúkrunarfræðingur er Inga Óskarsdóttir og starfar í 70% starfshlutfalli við skólann.

Markmið heilsuverndar skólabarna er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Starfsemi hennar er samkvæmt lögum, reglugerðum og tilmælum Landlæknis. Í henni felast skimanir, viðtöl um lífsstíl og líðan, bólusetningar og heilbrigðisfræðsla, ásamt ráðgjöf til nemenda, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans. Nánari upplýsingar um starfsemi skólaheilsugæslunnar má nálgast hér: Skólaheilsugæslan og verksvið hennar

...meira

22.8.2017 : Skólaaskur.is

Skráning í mataráskrift skólaárið 2017/2018 fer fram á www.skolaaskur.is
Innskráning fer fram með rafrænum skilríkjum eða Íslykli inná foreldarvefnum.

Um áskrift
________________________________________
Áskriftartímabil

Haust 2017
•    23. ágúst til 30. september, sem er til greiðslu 21.september
•    1. október til 31. október, sem er til greiðslu 21. september
•    1.nóvember til 30.nóvember, sem er til greiðslu 21. október
•    1.desember til 31.desember, sem er til greiðslu 21. nóvember

Vor 2018
•    1.janúar til 31. janúar, sem er til greiðslu 21.desember 2017
•    1.febrúar til 28. febrúar, sem er til greiðslu 21. janúar
•    1.mars til 31. mars, sem er til greiðslu 21. febrúar
•    1.apríl til 30. apríl, sem er til greiðslu 21. mars
•    1.maí til 31.maí, sem er til greiðslu 21. apríl
•    1. júní til 30. júní, sem er til greiðslu 21. Maí

...meira

14.8.2017 : Skólasetning

Skólasetning skólaársins 2017-2018 verður í hátíðarsal Lækjarskóla þriðjudaginn 22. ágúst 2017.

Nemendur mæti sem hér segir:
Kl.  8:30     9. og 10. bekkir
Kl.  9:00     7. og 8. bekkir
Kl. 10:00     5. og 6. bekkir
Kl. 11:00     3. og 4. bekkir
Kl. 12:00     2. bekkur
Kl. 13:00     1. bekkur
Kl. 10:00     Nemendur fjölgreinadeildar mæti til skólasetningar í Menntasetrið við Lækinn (Gamla  Lækjarskóla).

Foreldrar eru hvattir til þess að koma með börnum sínum.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 23. ágúst nema hjá 1. bekk,  þar verða foreldraviðtöl.

...meira

Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is