Fréttir

24.4.2024 : Reglur um reiðhjólanotkun

Hjólum skal leggja í hjólagrindur eða við grindverk og læsa. Hjólin má ekki nota á skólatíma. Nemendur bera sjálfir ábyrgð á hjólum sínum og búnaði. Nauðsynlegt er að nemendur noti hjálma og eru foreldrar beðnir um að ganga eftir því við sín börn að það sé gert. Eins er mikilvægt að gá til veðurs og aðgæta færð og birtuskilyrði.Hjolad-i-skolann

1. bekkur
Samkvæmt umferðarlögum mega börn yngri en 7 ára ekki hjóla ein á akbraut. Þar af leiðandi getur skólinn ekki mælt með að nemendur í fyrsta bekk komi á hjóli í skólann nema í fylgd fullorðinna.

2. – 4. bekkur
Nemendum í þessum bekkjum er heimilt að hjóla í skólann samkvæmt umferðarlögum. Æskilegt er að yngri nemendur séu í fylgd eldri einstaklinga. Ákvörðun er foreldra og á ábyrgð þeirra.

5. – 10. bekkur
Nemendum í þessum bekkjum er heimilt að koma á hjólum í skólann.

Hafa ber í huga að flest börn yngri en 10 ára:

  • hafa ekki náð fullkomnu valdi á grófhreyfingum og samhæfingu vantar í hreyfingar.
  • hafa ekki fullþroskað jafnvægisskyn og hliðarsýn.
  • skynja ekki hraða og fjarlægð ökutækja sem nálgast eða úr hvaða átt hljóð kemur.
  • eiga oft erfitt með að einbeita sér að fleiru en einu atriði í einu.
  • eiga það til að taka ákvarðanir í skyndi án þess að hugsa um afleiðingarnar.
  • Yngri börn en 10 ára hafa því ekki nægilegan þroska til að vera fullkomlega ábyrgir vegfarendur.
...meira

22.3.2024 : Símafrí í grunnskólum Hafnarfjarðar í apríl

Símafrí er í öllum grunnskólum Hafnarfjarðar í apríl og hefst því strax að loknu páskafríi. Tilgangur þess er að efla góð samskipti milli nemenda, auka einbeitingu í námi og forðast óþarfa truflanir í skólastarfinu sem endanlega koma niður á námi barna ykkar.Sleeping-night-mode-turn-off-mobile-phone-flat-vector-33894821                

...meira

19.3.2024 : Páskafrí

Páskafrí hefst mánudaginn 25. mars og stendur til og með 1. apríl.Easter-clipart-duck-592639-1087112

Kennsla hefst aftur að loknu páskaleyfi þriðjudaginn 2. apríl.

Starfsfólk Lækjarskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska.

...meira

15.3.2024 : Fulltrúar Lækjarskóla í stóru upplestrarhátíðinni

7.bekkur-upplestrarkeppninEftir vel heppnaða upplestrarhátíð hjá 7.bekk urðu fulltrúar Lækjarskóla í ár þær                                        Gerður Lind, Hulda og Nína.

Þess má geta að lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar verður 19.mars kl. 17 í Víðistaðakirkju.

Gestir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.

...meira

Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is