100 daga hátíð

4.2.2020

Í gær héldu nemendur í 1. bekk upp á 100 daga hátíð í tilefni af því að þeir eru búnir að vera 100 daga í skólanum. Nemendur gerðu sér glaðan dag og unnu fjölbreytt verkefni í tengslum við töluna 100. Dagurinn hófst á hreyfingu og síðan farið í stöðvavinnu. Frábær dagur hjá nemendum og skemmtileg byrjun á skólavikunni.


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is