Bleiki dagurinn

11.10.2018

Bleiki dagurinn verður á morgun, föstudaginn 12.október. Þann dag eru landsmenn hvattir til að sýna stuðning við þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra með því að klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi. Við hér í Lækjarskóla ætlum að sjálfsögðu að taka þátt og eru nemendur, starfsmenn og foreldrar hvattir til að klæðast bleiku eða vera með eitthvað bleikt þennan dag.


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is