Boð í tilefni 140 ára afmælishátíðar Lækjarskóla

16.10.2017

Í  ár eru liðin 140 ár frá stofnun Lækjarskóla. Skólinn sem áður hét Barnaskóli Hafnarfjarðar og Barnaskóli Garðahrepps þar á undan á sér samfellda sögu frá árinu 1877.  Upphaf skólans má rekja til þess að prófastshjónin á Görðum, þau Þórarinn Böðvarsson og Þórunn Jónsdóttir gáfu fé til minningar um son sinn Böðvar, til að koma á fót alþýðuskóla.
Skólinn mun af þessu tilefni halda afmælishátíð í skólanum þann 18. október næstkomandi og hefst dagskráin kl. 9.30 árdegis og stendur til kl. 10.30.  Gestum verður boðið upp á hressingu og gefst þeim tækifæri til að skoða skólann og verkefni nemenda tengd afmælishátíðinni. Móttöku gesta lýkur kl. 11.30.
Okkur í Lækjarskóla væri það sönn ánægja ef þú/þið ættuð þess kost að fagna þessum tímamótunum með okkur.  

Dagskrá 140 ára afmælishátíðar Lækjarskóla 18. október 2017


kl 8:10-9:10        Kennsla samkvæmt stundaskrám
kl 9:10-9:30        Frímínútur
kl. 9:30                Afmælisdagskrá á hátíðarsal skólans

  • Ávörp
  • Kórsöngur, upplestur og tónlistaratriði
  • Afhjúpun steingervings
  • Afhending gjafar frá foreldrafélaginu

kl. 10:30-11:30    Gestum boðið að ganga um skólann og heimsækja nemendur og kennara í kennslustofur og skoða verkefni nemenda sem unnin hafa verið í tengslum við afmælishátíðina. Þema verkefnanna er innlit í 140 ára sögu skólans.
Afmælisveitingar; ávextir og smákökur í boði skólans
kl. 11:00    Nemendur og kennarar fara um skólann og skoða afrakstur þemavinnunnar
kl. 11:45    Hádegishressing nemenda í heimastofum – verkefni við hæfi hvers hóps þar til skóla lýkur
kl. 13:20    Lok skóladags – gleðilegt vetrarfrí!


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is