Brunaæfing í dag

22.11.2018

20181122_111307Opnun Eldvarnaátaksins fór fram í  Lækjarskóla í dag 22. nóvember.  Formaður LSS opnaði átakið með stuttu ávarpi og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri ásamt slökkviliðsmanni fræddu börnin í 3. bekk um eldvarnir. Svo fór brunakerfið í gang og skólinn var rýmdur samkvæmt áætlun. Börnin fóru út í skóm og úlpum enda aðeins um æfingu að ræða. Nemendur og starfsmenn fóru á sinn stað á söfnunarsvæði og gengið var úr skugga um að allir hefðu komist út. Til að gera æfinguna raunverulegri var ákveðið að ,,bjarga" skólastjóranum út um svalir á annarri hæð. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom á staðinn eins og um alvöru útkall væri að ræða. Reykkafarar fóru inn og björguðu Örnu skólastjóra með körfu af svölunum.  Að þessu loknu var starfsfólki  boðið að spreyta sig á að slökkva eld með slökkvitæki. Nemendur í 3. bekk fengu að skoða dælubíl og sjúkrabíl SHS. 

Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is