Dagur gegn einelti

6.11.2017

Miðvikudaginn 8. nóvember tökum við þátt í verkefninu „Dagur gegn einelti“. Þennan dag ætlum við að hafa grænan dag, þ.e. mæta í grænum fötum eða með eitthvað grænt á okkur.  

Við viljum að öllum nemendum okkar líði vel í skóla og jákvæður skólabragur skiptir sköpum fyrir líðan og starfsgleði nemenda og starfsfólks. Þess vegna er svo mikilvægt að leggja áherslu á virðingu, samkennd, jákvæð samskipti og skilning. Þennan dag verður í Lækjarskóla lögð áhersla á fræðslu gegn einelti og ýmis verkefni unnin af nemendum í tengslum við samskipti og vináttu. Allir nemendur og starfsfólk skólans mega mæta í einhverju grænu í skólann þennan dag.


 


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is