Eins og bíómynd án handrits

4.6.2020

Þegar samkomubannið vegna COVID-19 skall á í mars þurfti að kollvarpa öllu skólastarfi á einni helgi. Upp var komin skrítin, framandi og furðuleg staða í samfélaginu sem reyndi m.a. mikið á skólasamfélagið. Dögg Gunnarsdóttir, skólastjóri Lækjarskóla, segir að þetta stóra samstarfsverkefni hafi gengið framar vonum þökk sé m.a. nemendum, foreldrum, starfsfólki og öðrum hlutaðeigandi sem tókust á við verkefnið af skilningi og alúð.

Bæjarblaðið Hafnfirðingur hitti Dögg á dögunum, sjá nánar hér .


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is