Erasmus

8.3.2018

Skólinn sem heimsóttur er að þessu sinni heitir Inmaculata San Ignacio og eru 1300 nemendur frá þriggja ára aldri til átján ára sem nema við skólann. Íslensku ungmennin eru mjög ánægð og finnst að sögn mest gaman í frímínútum enda mjög gott og fallegt veður í borginni. Þau eru mest hissa á að allir eru inni í skólanum á skónum en eru hrifin af því hversu allir hafa tekið vel á móti þeim. Í fyrradag var farið á fiskmarkað, í gær á Fornminjasafn Alicante og í kastalann Castel Santa Barbara. Í dag eru svo Olimpic Happy Games á Sankti Ignatiusardegi sem er mikilvægur dagur á Spáni. Seinna í dag verður gengið á fjallið Serragrossa og farið til Diputación of Alicante og Casco Antiguo. Á morgun heimsækjum við University of Elche-UMH þar sem unnið verður í stuttmyndagerð. Á föstudaginn verður farið í leikhús og horft á The 39 Steps, ásamt því að keppa í Quiz On Line. Um kvöldið verður svo lokahóf með fjölskyldunum í skólanum. Kær kveðja frá Spáni, Erasmus+ farar.


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is