Fjölgreindarleikar 10. og 11. október

9.10.2018

Miðvikudaginn 10. október og fimmtudaginn 11. október verða Fjölgreindarleikar Lækjarskóla haldnir. Þeir byggja sem fyrr á fjölgreindarkenningu Gardners. 
Allir nemendur skólans taka þátt og munu þeir eldri styðja þá yngri. Þessa daga hefst skólastarf kl. 08:10 eins og venjulega en því lýkur kl. 13:20. Nemendur þurfa ekki að koma með skólatöskur eða námsgögn þar sem þeir verða á mikilli hreyfingu. Allir nemendur þurfa að taka með sér nesti og best væri að hafa það í léttum bakpoka.

Mikil ánægja hefur verið með leikana undanfarin ár og við vonum að sjálfsögðu að allir njóti þess að taka þátt í þetta skiptið.


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is