Jólamatur 18. desember

3.12.2018

Vikuna 5.-14. desember stendur þeim nemendum sem eru EKKI í mataráskrift til boða að  kaupa staka „hátíðarmiða“ fyrir hátíðarmatinn sem verður í hádeginu 18. desember (þriðjudagur) og kostar kr. 600.-.  Þeir sem eiga matarmiða geta skipt honum út fyrir „hátíðarmiða“ í mötuneytinu. Í matinn verður hangikjöt ásamt meðlæti og ís í eftirrétt. Salan (og miðaskiptin) stendur yfir dagana 5. - 14. des. milli kl. 9-11 í mötuneytinu.

Aðeins er hægt að borga með peningum.


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is