Mín framtíð 2019-Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning

13.3.2019

Nemendur í 9. og 10. bekk munu fara í vettvangsferð í Laugardalshöll þann 14.mars kl.12:00.
Markmið ferðarinnar er að gefa nemendum tækifæri til að kynna sér ólíkar starfsgreinar og námsframboð framhaldsskóla.

Í Laugardalshöll munu 33 framhaldsskólar kynna námsframboð sitt, bæði bóklegt og verklegt. Náms- og starfsráðgjafar, kennarar og fulltrúar nemenda verða á staðnum og svara fyrirspurnum um námið, félagslífið og inntökuskilyrði.

Á sama tíma fer fram Íslandsmót iðn- og verkreina sem að jafnaði er haldið á tveggja ára fresti. Í þetta sinn munu nemendur í 28 verkgreinum keppa sín á milli um Íslandsmeistaratitill í sinni grein. Sigurvegurum gefst síðan kostur á að keppa á Evrópukeppni iðn- og verkgreina í Graz í Austurríki 2020. Okkar nemendur fá tækifæri til að fylgjast með þessu unga fólki takast á við krefjandi og raunveruleg verkefni í samkeppni sem reynir á hæfni, fagmennsku og skipulagshæfileika. Einnig gefst þeim kostur á að snerta á og prófa hluti undir handleiðslu fagfólks í ýmsum greinum.

Nemendur fara í Laugardalshöllina í rútum í fylgd kennara og starfsmanna skólans. Tekið verður á móti þeim í Laugardalshöllinni þar sem heimsóknin mun hefjast á stuttri kynningu um atburðinn á sal. Síðan verður þeim fylgt inn í sýningarsalinn.

Nemendur munu hafa 2 klukkustundir til að ganga um og kynna sér það sem ber fyrir augum og eru hvattir til að vera duglegir að spyrja, skoða, snerta og prófa. 


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is