Viðurkenning úr Minningasjóði Kristínar Júlíusdóttur

11.6.2015

Árlega er veitt viðurkenning fyrir frábæran árangur í íslensku og íslenskri ritun á lokaprófi úr 7. bekk Lækjarskóla og að þessu sinni var það Tatjana Simic sem hlaut viðurkenninguna.


Verðlaunin, sjálfblekungur, er veittur úr Minningasjóði Kristínar Júlíusdóttur kennara við Barnaskóla Hafnarfjarðar.  Sjóðurinn var stofnaður af nemendum hennar sem stunduðu nám við skólann á árunum 1957-1963.


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is