Fyrirlestur um sexting, hefndarklám og netið í kvöld kl. 20:00 

21.10.2015

Foreldrafélag Lækjarskóla hefur áður boðið upp á þennan fyrirlestur og var mikil ánægja með hann. Nú gefst aftur tækifæri til að hlýða á þennan frábæra fyrirlestur, því fyrirlestraröðin "Ber það sem eftir er: Um sexting, hefndarklám og netið" á vegum Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur í samvinnu við Vodafone fyrir foreldra um öryggi barna í stafrænum samskiptum, býðst nú aftur í Lækjarskóla. 


Aðgangur er ókeypis og allir foreldrar eru hvattir til að mæta og fá góð ráð um hvernig eigi að ræða þessi mál við börn og ungmenni.

Sexting (að skiptast á nektarmyndum) meðal barna og unglinga er sífellt meira í umræðunni, enda getur það haft alvarlegar afleiðingar. Rík þörf er fyrir vitundarvakningu - og upplýstir foreldrar eru besta forvörnin. Ef ekkert er aðhafst gætu fleiri börn lent í því að vera ber það sem eftir er á netinu.

Fræðslan er í höndum Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur, höfundar verðlaunamyndanna "Fáðu já!" og "Stattu með þér!" sem notaðar eru í kennslu í grunnskólum landsins. Henni til aðstoðar er Sigríður Sigurjónsdóttir, MSc í sálfræði, sem hefur sérhæft sig á sviði kynferðisofbeldis gegn ungmennum og áhrif nettælingar á andlega heilsu brotaþola.

Vonumst til að sjá sem flesta!
Foreldrafélag Lækjarskóla.

Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is