Aðalfundur Foreldrafélags Lækjarskóla og fyrirlestur

23.10.2015

Aðalfundur Foreldrafélags Lækjarskóla verður haldinn
fimmtudaginn 29. október 2015, kl. 20:00
í fyrirlestrarsal Lækjarskóla við aðalinngang.

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.

Að aðalfundi loknum verður fyrirlestur í boði foreldrafélagsins, þar sem Páll Ólafsson félagsráðgjafi og fimm barna faðir fjallar um mikilvægi þess að eiga góð samskipti við börnin sín. Hann ræðir við okkur um það hvernig við eigum að tala við börn og hlusta á börn, hvernig við getum forðast að festast í "tuðinu" og almennt um það hvernig við eigum í góðum samskiptum við hvert annað. Þið getið skoðað Jákvæð samskipti feisbúkk síðuna hans en þar er m.a. að finna inlegg sem hann hélt um þetta málefni á TEDx Reykjavík 2015. Páll lofar líflegum og skemmtilegum fyrirlestri og umræðum.

Léttar kaffiveitingar í boði.
Vonumst til að sjá sem flesta!

Foreldrafélag Lækjarskóla.


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is