Leikskólaheimsókn

2.3.2016

Þriðjudaginn 1. mars fengum við kærkomna gesti í heimsókn. Þá komu börnin af Hörðuvöllum til að sjá hvernig skólastarfið fer fram hjá okkur í 1. bekk. Þau fengu að æfa sig fyrir næsta vetur er þau setjast í 1. bekk Lækjarskóla . Þau fóru í svæðavinnu með nemendum 1. bekkja, þar sem unnið var með form, talningu, hlustun og frjálsan leik.  Allir stóðu sig vel og var gaman að sjá áhugann hjá þeim og hversu vel 1. bekkjar nemendur vönduðu sig við að vera góðar fyrirmyndir. Þessir nemendur eru búnir að koma í heimsókn áður og fóru þá í skoðunarferð um skólann.


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is