Skólaumsóknir og skólavist

14.3.2016

Foreldrar sækja um skólavist fyrir börn sín í grunnskólum bæjarins og skólastjórar staðfesta hana. Börn á grunnskólaaldri hafa sjálfkrafa aðgengi að skóla í hverfisskóla eftir lögheimili sínu en skólavist barna sem búa utan skólahverfis er háð samþykki skólastjóra.

Börn með lögheimili í Hafnarfirði sem vilja sækja skóla utan Hafnarfjarðar þurfa formlegt samþykki Skólaskrifstofunnar á grunni þess að viðkomandi skóli getur tekið við honum. Sótt er um grunnskólavist rafrænt á vef Hafnarfjarðar, Mínar síður.


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is