Þemadagar í Lækjarskóla

13.4.2016

Hefðbundin kennsla verður brotin upp dagana 14. og 15. apríl.
Þemað okkar að þessu sinni er Hafnarfjörður og nærumhverfi. Tveir árgangar vinna saman, 3. og 4. bekkur og svo koll af kolli.
Fimmtudagur 14. apríl – Nemendur mæta í heimastofuna sína og eru í verkefnum til klukkan 13:10.
                                                Þeir nemendur sem eru í heilsdagsskólanum fara þangað eftir að skóla lýkur.

Föstudagur 15. apríl – Nemendur mæta í heimastofuna sína og eru í verkefnum til klukkan 13:10.
                                               Þeir nemendur sem eru í heilsdagsskólanum fara þangað eftir að skóla lýkur.
Athugið, einhverjir hópar verða úti við í einhverjum tilfellum og því er áríðandi að klæða sig eftir veðri.
Nemendur koma með nesti að heiman eins og aðra daga.
Skólamatur verður með matarpakka í hádeginu þessa daga fyrir þá sem eru í áskrift.


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is