PISA könnunin á næsta leiti

13.2.2017

10. GR – PISA-könnun þann 16. mars kl. 8:30
10. ÁFG – PISA-könnun þann 17. mars kl. 8:30

Ísland er þátttakandi í alþjóðlegu könnuninni PISA á vegum OECD sem metur lesskilning, stærðfræðilæsi og náttúruvísindalæsi 15 ára nemenda. PISA er skammstöfun á enska heitinu Programme for International Student Assessment. Menntamálastofnun fer með framkvæmd PISA á Íslandi.

Forprófun á efni fyrir PISA rannsóknina 2018 verður gerð samtímis í 80 löndum á þessu ári. Í henni munu taka þátt um það bil 1500 nemendur í hverju landi. Aðalprófun fer svo fram á næsta ári í þessum sömu löndum. Áður var rannsóknin framkvæmd árin 2000, 2003, 2006, 2009, 2012 og 2015.

Það er markmið okkar að standa vel að framkvæmdinni á Íslandi og mikil skipulagsvinna stendur nú yfir.

Prófað er rafrænt á tölvu eins og í síðustu PISA könnun vorið 2015. Byggt á þeirri reynslu mun prófun taka tvo daga.

Þátttaka skólans er afar mikilvæg fyrir áreiðanlegt mat á þyngd verkefnanna sem forprófuð eru í þetta sinn.

Prófandi frá Menntamálastofnun kemur í skólann og framkvæmir könnunina þá daga sem ákveðnir verða í samráði við skólann.

Það tekur nemendur u.þ.b. þrjár og hálfa klukkustund samtals að svara PISA könnuninni og spurningalista sem henni fylgir. Þar með talinn er tími sem fer í leiðbeiningar og hlé. Fyrirlögn fer fram á skólatíma og á að vera eðlilegur hluti af skóladegi nemenda


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is