Samræmd könnunarpróf

20.2.2019

Dagana 11.-13. mars verða samræmd könnunarpróf lögð fyrir nemendur í 9. bekk. Prófað verður í:

íslensku þann 11. mars

stærðfræði 12. mars

ensku 13. mars

Markmið prófanna eru í aðalatriðum tvíþætt. Í fyrsta lagi er prófunum ætlað að vera nemendum, foreldrum, kennurum og skólayfirvöldum til leiðbeiningar um námsstöðu hvers nemanda. Í annan stað eiga þau að gefa upplýsingar um grundvallarkunnáttu og færni sem frekara nám byggist á, svo bregðast megi faglega við og veita stuðning sem gerir skólagöngu barnsins sem árangursríkasta. Mikilvægt er að hafa í huga að könnunarprófin eru afmörkuð könnun í þremur námsgreinum og aðeins ein leið af mörgum sem skólar nota til að meta færni nemenda og veita endurgjöf á frammistöðu þeirra.


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is