Samræmdu prófin að byrja

6.3.2017

Á vef Menntamálastofnunar koma fram flestar þær upplýsingar sem á þarf að halda en slóðin á vefinn er:  www.mms.is

Slóðin á æfingapróf á ipad eða tölvu er:  https://mms.is/aefingaprof

Samræmt próf í tveimur hlutum.

Í fyrri hlutanum (7. mars = 9. bekkur og 8. mars = 10. bekkur / kl. 8:30-11 og 11:30-14:00) verður prófað í íslensku og hluta af ensku
Ath. í ár verður ekki ritunarþáttur í íslenskuprófinu áhersla verður á lesskilning, máltilfinningu, bragfræði og bókmenntahugtök ásamt málfræði.

Í seinni hlutanum (9. mars = 9. bekkur og 10. mars = 10. bekkur/ kl. 8:30-11 og 11:30-14:00) verður prófað í stærðfræði og hluta af ensku.
Ath. nemendur fá útprentað formúlublað – einnig rissblað. Það má ekki hafa forritanlegar reiknivélar í prófinu (nema kennari þurrki alla forritun vel í tíma fyrir prófið)  Þá má ekki heldur nota reikniforrit í farsímum. Nemendur eiga að hafa með sér blýant, strokleður og reiknivél í stærðfræðiprófið.

Þótt enskan sé prófuð með íslensku og stærðfræði fá nemendur einkunnir fyrir hvert fag eins og áður.

Þar sem um tvo árganga er að ræða verður prófað á fjórum dögum, tveim fyrir hvorn prófhluta.


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is