Skólasetning 2019

22.8.2019

Í dag fimmtudaginn 22. ágúst fór fram skólasetning hjá 2.-10 bekk (skólasetning hjá 1. bekk verður mánudaginn 26. ágúst) þar sem Dögg Gunnarsdóttir nýr skólastjóri Lækjarskóla bauð nemendur velkomna í skólann eftir sumarfrí.

Brot úr ræðu hennar:

"..... Draumurinn minn er að við komum hingað á morgnana bæði áhugasöm, forvitin og spennt fyrir því sem sérhver dagur ber í skauti sér. Þar sem við öll saman — óháð áhugamálum okkar, bakgrunni, skoðunum eða útliti — getum verið við sjálf með öllum okkar frábæru kostum og göllum. Í draumaskólanum mínum má gera mistök og við verðum að muna að við kunnum ekki allt. En við reynum aftur og aftur og aftur þar til okkur takast ætlunarverkin, bæði stór og smá..."

Starfsfólk hlakkar til komandi vetrar með frábærum nemendum.
Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is