Spjaldtölvur í 10. bekk

23.1.2018

Í dag fengu nemendur í 10. bekk afhentar spjaldtölvur til nota í námi Ipad2sínu. Spjaldtölvuinnleiðingin er spennandi verkefni og verður gaman að fylgjast með því hvernig nemendum og kennurum gengur að nota tækin í fjölbreyttri og skemmtilegri vinnu. Spjaldtölvuinnleiðingin byrjar á unglingastigi og heldur áfram á miðstigi frá og með næsta hausti. Fyrir lok janúar mánaðar fer einnig fram ipad afhending til nemenda í 8. og 9. bekk.

Í síðustu viku voru haldnir tveir kynningarfundir fyrir foreldra nemenda á unglingastigi sem voru ágætlega sóttir og voru upplýsandi og fræðandi fyrir foreldra.  

Það er Helgi S. Karlsson sem heldur utan um verkefnið í Lækjarskóla.


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is