Þemadagar

3.4.2019

Þann 10. og 11. apríl verða þemadagar í Lækjarskóla. Þema þessa skólaárs verður Friður á jörð. Þemadagar eru samvinnuverkefni allra starfsmanna og nemenda skólans en unnið verður á stigum. Þessa daga verður hefðbundin stundaskrá nemenda brotin upp og sérgreinar samkvæmt stundaskrá falla niður.
Skólastarfi líkur klukkan 12:40 báða dagana. Seinni daginn verða pizzur í matinn og geta þeir nemendur sem ekki eru í áskrift keypt miða í mötuneytinu til 10. apríl og kostar hver miði 600 kr. Þeir sem eiga matarmiða nú þegar geta skipt honum út fyrir pizzumiða.


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is