Vinavika

5.11.2018

Vikuna 5. - 8. nóvember er vinavika í Lækjarskóla. Umsjónarkennarar vinabekkja skipuleggja samverustundir þar sem nemendur vinna verkefni sem tengjast vináttu. Einnig munum við nota þessa viku til að ræða mikilvægi þess að eiga góð samskipti og virða hvert annað. 


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is