Sérkennsla

Mál sem varða námsvanda nemendahópa eða einstakra nemenda, skerta einbeitingu og úthald við nám heyra undir fulltrúa sérkennslu. Óskir um aðkomu sálfræðings vegna ráðgjafar og greininga berast einnig til deildarstjóra sérkennslu.

Mál sem varða erfiða hegðun einstaklinga eða námshópa heyra undir deildarstjóra. Hann leiðbeinir einnig kennurum varðandi námsefni, skráningar í Mentor, skipulag skólastarfsins, o.fl.

Samkvæmt grunnskólalögum eiga allir nemendur rétt á kennslu við sitt hæfi.

Markmið allrar kennslu í skólanum eru í stórum dráttum:

•        Að styrkja jákvæða sjálfsmynd nemandans og sjálfstæði.

•        Að efla hæfni nemandans til félagslegra samskipta.

•        Að auka færni nemandans bæði í bóklegum og verklegum greinum.

Ef nemandi fylgir ekki jafnöldrum í almennri kennslu kemur sérkennslan til skjalanna. Þar er reynt að mæta þörfum nemenda með því að laga námsefni og kröfur að hverjum og einum. Ýmist fer kennslan fram inni í bekk þar sem því verður komið við eða nemanda er kennt einstaklingslega eða í litlum hópi utan bekkjar.

Alltaf er reynt að sjá til þess að sérkennslan sé í sem bestum tengslum við bekkjarkennsluna þannig að heildarnám nemandans raskist sem minnst.

Gerðar eru námsáætlanir fyrir hvern nemanda eða nemendahóp þar sem koma fram upplýsingar um getu, markmið, leiðir og hvernig og hvenær meta skuli árangur.

Til að tryggja sem best hag nemenda er leitað eftir aðstoð sérfræðinga utan skólans varðandi greiningar og/eða kennslu ef þurfa þykir.

Góð samvinna heimilis og skóla er nauðsynleg ef sérkennslan á að koma að tilætluðum notum.


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is