Fræðsluver

Fræðsluverið er fyrir nemendur úr  9. og 10. bekkjum í grunnskólum Hafnarfjarðar sem allir eiga það sameiginlegt að hafa ekki náð að fóta sig í almennum grunnskóla.

Námið er frábrugðið hefðbundnu námi í grunnskóla en það felst aðallega í því að meira er horft til verklegra þátta en í hefðbundnu námi. Stefna fjölgreinadeildarinnar er að styðja við nemendur á þann hátt að þeir öðlist styrkan grunn til að finna sér stefnu í lífinu og verði undir það búnir að fara í framhaldsskóla. Fjölgreinadeildin er til húsa í Menntasetrinu við Lækinn.

Verkefnastjóri er Þorbjörg Rún Eysteinsdóttir

Upplýsingar um fjölgreinadeildLækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is