Ráðgjafaþroskaþjálfi

Ráðgjafaþroskaþjálfi Lækjarskóla:

Veitir ráðgjöf og leiðsögn öllum sem við skólann starfa og að honum koma varðandi nemendur með þroskaraskanir. Tekur þátt í stefnumótun, markmiðssetningu og nýsköpun innan stofnunar. 

Veitir þroskaþjálfum, kennurum, stuðningsfulltrúum og skólaliðum í almenum bekkjum ráðgjöf.
Ráðgjöf til sérgreinakennara skólans til að samræma vinnubrögð.
Ráðgjöf vegna uppsetningu námsefnis.
Veitir ráðgjöf í aðra skóla í Hafnarfirði vegna nemenda á einhverfurófi sé þess óskað.
Sú ráðgjöf felst fyrst og fremst í ráðgjöf til kennara, þroskaþjálfa annara grunnskóla sem leita ráðgjafar vegna nemenda sinna. Þannig beinist ráðgjöfin yfirleitt að þeim sem bera ábyrgð á kennslu og þjálfun viðkomandi nemenda, en ekki beint að nemendunum sem þurfa á aðstoð að halda í námi vegna námsörðugleika eða fötlunar.

Sinnir
Þjálfun/kennslu nemenda með þroskaraskanir.
Ráðgjöf til nemenda með þroskaraskanir.
Ráðgjöf til starfsfólks skólans vegna nemenda með þroskaraskanir og samræmir vinnubrögð.
Hefur umsjón með sértækum verkefnum.
Útbýr myndrænar stundartöflur fyrir bekki skólans.
Sinnir námsgagnagerð.
Samstarfi við foreldra.
Samskipti við aðrar þjónustustofnanir, og samræmir vinnubrögð.
Situr skilafundi á Greiningar og ráðgjafastöð ríkisins og Barna og unglingageðdeild Landspítalans vegna nemenda sem undirrituð er í tengslum við.

Ráðgjafaþroskaþjálfi er Oddný S. Jóhannesdóttir:

Þroskaþjálfun
Með þroskaþjálfun er að fræðilegan og skipulegan hátt stefnt að því að koma nemendum sem þurfa á þjálfun að halda til aukins alhliða þroska. Gengið er út frá því að allir nemendur getir nýtt sér reynslu sína, lært og þroskast. Í starfi sínu taka þroskaþjálfar annars vegar mið af þörfum hvers og eins og hins vegar þeim kröfum sem gerðar eru innan og utan skólasamfélagsins. Þroskaþjálfun felur m.a. í sér að gerðar eru markvissar þjálfunaráætlanir sem miða að því að auka hæfni einstaklinga til að takast á við starfið í skólanum og aðrar athafnir daglegs lífs. Þroskaþjálfar starfa ýmist undir stjórn deildarstjóra sérdeilda eða ráðgjafaþroskaþjálfa Lækjarskóla.

Þroskaþjálfar.
Þroskaþjálfar starfa samkvæmt hugmyndafræði þroskaþjálfunar og siðareglum þroskaþjálfa.
Þeir starfa sjálfstætt og bera faglega ábyrgð á störfum sínum. Þeir gera einstaklingsnámskrár og eru í samstarfi við aðila sem tengjast nemendum. Í Starfi þroskaþjálfa felst þjálfun, fræðsla uppeldi , umönnun, leiðsögn, ráðgjöf og stjórnun.

Verkefni þroskaþjálfa í Lækjarskóla er þjálfun og uppbygging einstakra nemenda en ekki síður aðkoma að hvers kyns þróun varðandi uppbyggingu alls sem lýtur að þroska allra nemenda í Lækjarskóla. Samvinna þroskaþjálfa og kennara er lykilatriði við jákvæða atferlismótun, það styrkir starfið mjög og leiður til aukins árangurs.


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is