Hjúkrunarfræðingur og heilsugæsla

Heilsugæslustöðin á Sólvangi annast heilsugæslu í Lækjarskóla. Hjúkrunarfræðingur skólans er Inga Óskarsdóttir.
Hjúkrunarfræðingur er með fasta viðveru í skólanum fyrir hádegi.
Netfang skólahjúkrunarfræðings er laekjarskoli@heilsugaeslan.is. Einnig er hægt að ná  í hjúkrunarfræðing í síma skólans 5550585.
Meginmarkmið skólaheilsugæslu er að stuðla að því að börn fái að vaxa, þroskast og stunda nám sitt við bestu andlegu, líkamlegu og félagslegu skilyrði sem völ er á. Heilsugæsla skólabarna er framhald af ung- og smábarnavernd. Skólaheilsugæslan leitast við að efla heilbrigði nemenda auk þess að stuðla að almennri vellíðan þeirra.
Ef bráð slys eða veikindi ber að höndum er nauðsynlegt að geta náð sambandi við foreldra/forráðamenn. Ef barn þarf að fara á heilsugæslustöð eða slysadeild er æskilegt að forráðamaður fylgi barninu. Ef barn er með greindan alvarlegan sjúkdóm sem getur stefnt heilsu/lífi þess í hættu þarf hjúkrunarfræðingur að vita af því.
Þurfi barn að taka lyf á skólatíma skal hafa samband við skólahjúkrunarfræðing, þar sem hann hefur umsjón með lyfjum og lyfjagjöfum á skólatíma.
Mikil áhersla er á forvarnir og fræðslu. Á heimasíðunni 6h.is er yfirlit yfir þá fræðslu sem fer fram í hverjum árgangi. Nánari upplýsingar um starfssvið skólaheilsugæslu er að finna á http://www.6h.is


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is