15.9.2021 : Engin samræmd próf á haustönn

Að gefnu tilefni viljum við árétta að Menntamálastofnun sendi frá sér yfirlýsingu í sumar um að engin samræmd próf yrðu haldin í 4. og 7. bekk nú á haustönn. Um þessar mundir er unnið að þróun á nýju námsmati. Frekari fréttir af því er að finna á heimasíðu stjórnarráðsins https://www.stjornarradid.is/default.aspx?pageid=e5cf150d-33a7-11e6-80c7-005056bc217f&newsid=eb1afa72-da74-11eb-813d-005056bc8c60

13.9.2021 : Fjölgreindaleikar

Á morgun hefjast fjölgreindaleikar Lækjarskóla. Þeir eru nú haldnir í níunda sinn og byggja sem fyrr á fjölgreinakenningu Gardners (1983). Allir nemendur skólans taka þátt og munu þeir eldri styðja þá yngri.Fjölgreindaleikarnir eru hugsaðir sem góð og skemmtileg tilbreyting í skólastarfi, einskonar hausthátíð allra í skólanum. Á leikunum eru til dæmis búin til vinabönd, klifrað í kaðli, leystar stærðfræðiþrautir, framsögn æfð og ljóð samin. Í dag eru um 500 nemendur í Lækjarskóla og fara leikarnir fram á tveimur dögum þar sem nemendum er skipt upp í 34 lið. Nemendum er skipt þannig að í hverjum hóp er að minnsta kosti einn nemandi úr hverjum árgangi. Nemendur í 10. bekk eru fyrirliðar í sínum hópi og bera ábyrð á að halda hópnum sínum saman og sjá um að halda góðum aga og móral í hópnum sínum. Hlutverk nemenda er að fylgja sínum fyrirliða og taka virkan þátt á hverri stöð eins og ætlast er til af honum. Einnig skulu nemendur hafa gleði og ánægju í fyrirrúmi.Reynt er að hafa stöðvarnar þannig að þær henti nemendum frá 1. upp í 10. bekk svo að allir eða sem flestir fái að taka þátt á hverri stöð. Reiknað er með hver hópur vinni í 10 mínútur á hverri stöð og svo þarf að reikna með tíma fyrir hópana að fara á milli stöðva en þá verður að taka tillit til aðstæðna á hverjum stað. 

Fréttasafn


Tilkynningar eða annað efni


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is