19.11.2021 : Smári Hannesson nemendi í 9.bekk Lækjarskóla gefur út bók.

Nemandi í 9.bekk í Lækjarskóla, Smári Hannesson gaf út bókina Afinn sem æfir fimleika á dögunum.  Þessi ungi og efnilegi drengur skrifaði söguna þegar hann var ellefu ára gamall en bókin fjallar um Tómas sem fylgir afa sínum á fimleikamót og lendir þar í skemmtilegum ævintýrum.

Smari-afinn-sem-aefir-fimleikaSmari1

Smári kom í heimsókn á bóksafnið á dögunum og las upp úr skáldsögunni sinni fyrir nemendur í 5.-7.bekk við góðar undirtektir.

Við hvetjum ykkur til að fylgjast með þessum efnilega og flotta rithöfundi.

12.11.2021 : Skipulagsdagur 15. nóvember / Organizingday the 15th of November

Mánudaginn 15. nóvember n.k. er skipulagsdagur í Lækjarskóla og mæta því nemendur ekki þann dag.  Opið verður í Lækjarseli fyrir skráða nemendur.


On Monday the 15th of November there will be a teacher´s organization day in Lækjarskóli.  No school that day.  
The afterschool program Lækjarsel will be open for students who are especially regestered. 

12.11.2021 : Hrekkjavaka yngsta stigs Lækjarskóla 2021

Hrekkjavaka á yngsta stigi var með skemmtilegu sniði í ár. Morguninn byrjaði á hrekkavöku-dansi og söng á hátíðarsal skólans þar sem tónmenntakennarinn hafði skipulagt dagskrá og svo fóru allir bekkir í sínar stofur. Nemendur og kennarar klæddust margir hverjir hræðilegum búningum og suma var erfitt að þekkja. Krakkarnir fengu að koma með sætabrauð og þess háttar í nesti og áframhald var á fjöri og skemmtilegheitum inni í heimastofum bekkjanna og námið fléttaðist inn í dagskrána.Halloween2Hallween1nota

...meira

Fréttasafn


Tilkynningar eða annað efni


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is