Lestrarátak Lækjarskóla
„Undarfarnar tvær vikur hafa allir nemendur Lækjarskóla, í
1.-10. bekk, tekið þátt í lestrarátaki. Þeir hafa lesið daglega, bæði í
skólanum og heima, og límt fjölda lítilla miða (eftir lesnum mínútum) á stóran
svan, sem hver bekkjardeild hefur fengið í sína stofu. Nú er átakinu lokið og
utan við hverja stofu má nú sjá glæsilega, litríka svani.

Árangrinum var fagnað með uppskeruhátíð í hverjum bekk – poppi og bíói. Læsisteymi skólans hlakkar síðan til að heyra hvort lestrarþjálfunin skili sér í næsta lesfimiprófi
barnanna, en þau eru þegar hafin og standa út mánuðinn.
Bestu þakkir og kveðjur til nemenda, umsjónarkennara og foreldra frá læsisteymi
Lækjarskóla.“


Skipulagsdagur 23. janúar
Engin kennsla verður þennan dag og Lækjarsel verður lokað.
...meiraLopapeysudagur
Á morgun er bóndadagur og þorrinn að hefjast. Af því tilefni ætlum við í Lækjarskóla að hafa lopapeysudag.
Þau sem vilja geta mætt í lopapeysunni góðu að þjóðlegum sið.
...meiraTilkynningar eða annað efni
Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is