28.1.2022 : Vegna seinni bólusetninga nemenda í 1. - 6. bekk

Fimmtudaginn 3. febrúar lýkur skóladegi allra nemenda í 1.-6. bekk Lækjarskóla kl.11:00. Er þetta gert til þess að foreldrar hafi ráðrúm til að koma börnum sínum í bólusetningu þennan dag á tilsettum tíma. Frístundaheimilið verður með venjubundna opnun á bólusetningardegi. Allar upplýsingar sem varða bólusetninguna koma frá Heilsugæslunni og er foreldrum bent á að leita til hennar ef eitthvað er óljóst varðandi framkvæmd hennar. Upplýsingar um bólusetningar barna m.a. hér https://www.covid.is/bolusetningar og https://www.heilsugaeslan.is/um-hh/frettasafn/stok-frett/2022/01/06/Bolusetning-skolabarna-i-Laugardalsholl/

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að skóladegi barna í 1.-6. bekk ljúki fyrr þennan dag eða kl. 11:00. Þessi ákvörðun er tekin í þeirra samráði og með stuðningi menntamálaráðuneytis. 

...meira

20.1.2022 : Samrómur

Kæru foreldrar. 

Í dag, 20. janúar kl.15:00, fer enn á ný af stað keppni á milli grunnskóla ofl. á Íslandi, um flestar setningar lesnar inn á "Samróm" (sjá hér fyrir neðan). 

Þið getið tekið sjálf tekið þátt og þið verðið að veita samþykki fyrir því að börnin ykkar taki þátt, með skráningu, sjá www.samromur.is Sjá einnig: Samrómur | Facebook 

Í fyrra vantaði herslumuninn að Lækjarskóli sigraði keppnina. 

Nú biðlum við til ykkar að vera virk í verkefninu og stuðla þannig að því að Lækjarskóli komist alla leið á Bessastaði


...meira

19.1.2022 : Þorrablót í Lækjarskóla

Föstudaginn 21. janúar er bóndadagur, fyrsti dagur Þorra.

Nemendur og starfsfólk Lækjarskóla ætlar að fagna þorranum með því að mæta í lopapeysu, með sixpensara eða í ullarsokkum.

...meira

Fréttasafn


Tilkynningar eða annað efni


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is