Skipulagsdagur og námssamtöl / Parents meeting and teacher's organization day.
Fimmtudaginn
21. janúar er námssamtalsdagur. Samtölin
verða rafræn, foreldrar heima en nemendur og kennarar í skólanum í bókuðum
viðtalstímum. Frístundaheimilið Lækjarsel verður opið á námssamtalsdegi fyrir
þá nemendur sem eru skráðir, skráningu lýkur á miðnætti miðvikudaginn 20. janúar
fyrir fimmtudaginn.
Föstudaginn 22. janúar verður skipulagsdagur í Lækjarskóla. Þann dag mæta nemendur ekki í skólann. Frístundaheimilið Lækjarsel verður lokað á skipulagsdegi.
...meiraLestrarkeppni grunnskóla hefst 18. janúar
Kæru foreldrar
Næsta mánudag 18. janúar, fer af stað keppni á milli grunnskóla ofl. á Íslandi, um flestar setningar lesnar inn á "Samróm" (sjá hér fyrir neðan). Þið getið tekið sjálf tekið þátt og þið verðið að veita samþykki fyrir því að börnin ykkar taki þátt, með skráningu, sjá https://www.samromur.is/tala - Taka þátt - Mín rödd. Sjá einnig: (1) Samrómur | Facebook
Á þitt barn rétt á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk? Is your child entitled to a special leisure grant?
Information in English (easy to translate to more languages)
Opið er fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum. Verkefnið hefur það að markmiði að jafna tækifæri þeirra fjölskyldna sem tekjulægri eru til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Vakin er athygli á því að umsóknarfrestur rennur út 1. mars 2021. Hægt er með mjög auðveldum hætti að kanna rétt til styrks á Island.is.
...meiraTilkynningar eða annað efni
Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is