5.5.2021 : Söngkeppni Samfés

Songkeppni-Samfes-2021-ViktoriaSongkeppni-Samfes-2021-heimasidanViktoría Tómasdóttir í 10. bekk í Lækjarskóla sigraði Söngkeppni Hafnarfjarðar í apríl síðastliðinn ásamt Hvaleyrarskóla og mun því keppa fyrir hönd Vitans og Lækjarskóla næstkomandi sunnudag í Söngkeppni Samfés.

Keppnin verður í beinni útsendingu á RÚV sunnudaginn 9. maí klukkan 15:00.

                           Endilega horfið á og hvetjið okkur til sigurs!

...meira

28.4.2021 : Skráning í sumarfrístund er hafin | Registration for summer activities is now open

<<English below>>

Sumar1Í Hafnarfirði er boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir börn og ungmenni yfir sumartímann. Á vefnum www.tomstund.is er hægt að skoða námskeið og sumarfrístund á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Opið er fyrir skráningar frá og með 28. apríl 2021. 

Skráning fer fram hér

...meira

8.4.2021 : Skráning á frístundaheimili skólaárið 2021-2022. Registration for after-school centers during the school year 2021-2022

HendurOpið fyrir skráningu á frístundaheimili skólaárið 2021-2022.

Frístundaheimilin í Hafnarfirði eru í boði fyrir börn í 1.-4. bekk og starfa við alla grunnskóla sveitarfélagsins. Hlutverk þeirra er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur með m.a. hópastarfi, smiðjum, útiveru og vali. Markmið frístundaheimilanna er að hvert barn fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu.

Skráning á frístundaheimili fer fram rafrænt í gegnum Mínar síður á www.hafnarfjordur.is

Umsókn gildir eitt skólaár í senn (ágúst-júní) og þær umsóknir sem berast fyrir 15. júní eru í forgangi. Umsóknir sem berast eftir þann tíma geta farið á biðlista og eru ekki afgreiddar fyrr en í ágúst. Við skráningu er mikilvægt að tryggja að allar upplýsingar séu réttar og sérþarfir skráðar. Þegar barn fær vistun á frístundaheimili þá berst boð um vistun á það netfang sem fylgdi skráningu barns. Boð þarf að staðfesta með svari innan þriggja daga.

· Nánari upplýsingar - https://www.hafnarfjordur.is/ibuar/skolar-og-born/fristundaheimili/

· Skráningarform - https://fristund.vala.is/umsokn/#/


English....

...meira

Fréttasafn


Tilkynningar eða annað efni


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is