26.10.2021 : Skipulagsdagur og námssamtöl

Við minnum á að miðvikudaginn 27. október er skipulagsdagur og daginn eftir þann 28.október eru námssamtöl í skólanum. Lækjarsel er opið báða dagana.

20.10.2021 : Góður gestur

Þriðjudaginn 19.okt. kom góður gestur í heimsókn á bókasafnið, það var Þorgrímur Þráinsson rithöfundur, sem er fyrsti gesturinn sem við fáum til að lesa upp á safninu síðan fyrir covid. Hann las úr nýútkominni bók sinni Tunglið tunglið taktu mig, fyrir 4.-7. bekk. Þetta er æsispennandi saga sem gerist í sveitinni og fjallar um tvo krakka og ævintýri þeirra. Þetta er fertugasta og fjórða bókin sem hann Þorgrímur skrifar. Fyrsta bókin hans kom út árið 1998 og hét Með fiðring í tánum og hver man ekki eftir Tár bros og takkaskór, bókunum um Henri og hetjurnar og fleiri frábærum bókum sem foreldrar og kennarar muna örugglega eftir frá grunnskólárum sínum. Þorgrímur hefur engu gleymt og krakkarnir hlustuðu af áhuga á upplesturinn. Þess má geta að fram að jólum er fyrirhugað að fá fleiri höfunda í heimsókn til að kynna bækur sínar á öllum skólastigum, það verður nánar auglýst síðar.Nota-1Nota-2

13.10.2021 : Vetrarfrí / Winter break

Fimmtudaginn 14. október og föstudaginn 15. október er Vetrarfrí í Lækjarskóla.

Þá daga er lokað bæði í skólanum og Lækjarseli.

 

Thursday and Friday the 14th and 15th of October there will be a winter break in all schools in Hafnarfjörður.

Lækjarskóli and the after-school program Lækjarsel will be closed.

Fréttasafn


Tilkynningar eða annað efni


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is