Boðað verkfall aðildarfélaga BSRB

19.5.2023

Boðað verkfall aðildarfélaga BSRB

Aðildarfélagar BSRB sem starfa í grunnskólum og frístundaheimilum (skólaliðar, stuðningsaðilar og frístundaleiðbeinendur) í Hafnarfjarðarbæ hafa boðað til verkfalls eins og hér segir:

Frá og með klukkan 00:00 mánudaginn 22. maí 2023 til klukkan 12:00 mánudaginn 22. maí 2023.

Frá og með klukkan 00:00 þriðjudaginn 23. maí 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 23. maí 2023.

Frá og með klukkan 00:00 miðvikudaginn 24. maí 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 24. maí 2023.

Enginn má ganga í störf þessa starfsfólks nema skólastjóri.

Komi til vinnustöðvunar verða grunnskólar í Hafnarfirði lokaðir til kl. 12:00 mánudaginn 22. maí og þriðjudaginn 23. maí og eftir kl. 12:00 verður hefðbundið skólastarf skv. stundatöflu. Ekkert skólastarf verður miðvikudaginn 24. maí.

Ef ekki kemur til verkfalls verður skólastarf eins og venjulega.

Foreldrar eru hvattir til að fylgjast með í fjölmiðlum og á heimasíðu grunnskólanna.

Með kveðju frá mennta- og lýðheilsusviði Hafnarfjarðar


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is