Frá skólastjóra

21.10.2020

Kæru forráðamenn.

Undanfarnar vikur í Lækjarskóla hafa verið lygnar og bjartar. Bæði starfsfólk og nemendur hafa verið jákvæðir og bjartsýnir sem er svo dýrmætt í aðstæðum sem þessum. Nemenda- og foreldrasamtölin gengu vonum framar og þökkum við ykkur fyrir hve sveigjanleg þið voruð. Við lögðum upp með það að markmiði að samtalið sjálft væri aðalatriðið. Minna máli skipti hvort það færi fram í síma eða fjarfundakerfi. Það er gaman að segja frá því að bæjarblaðið Hafnfirðingur tók viðtal við þrjá kennara í skólanum í kjölfar samtalanna, þau Tinnu Ósk Þorvaldsdóttur, Ásbjörn Friðriksson og Huldu Björnsdóttur.

Viðtalið í heild sinni má sjá á bls. 6-7 í nýjasta blaði Hafnfirðings: https://issuu.com/hafnfirdingur/docs/hafnfirdingur_19.tbl_2020_issuu? fbclid=IwAR31UOdo11WVfwBCtLnB9Qa2c0GFD9zFqcTIbP7PlL2qOTwoylIiTsAJQh4

Þrír nemendur Lækjarskóla hafa smitast af Covid í haust. Allir voru þegar í sóttkví þegar smitin kom upp. Skólinn hefur þar að leiðandi ekki þurft að vinna með smitrakningateyminu. Við treystum smitrakningateyminu og þeirra vinnubrögðum það er ekki skólans að ákveða hverjir eiga að fara í sóttkví. Ykkur er alltaf velkomið að hafa samband við skólann ef þið verðið óörugg, þið megið treysta því að það er haft samband um leið og ástæða þykir til. Þetta eru nýjar aðstæður fyrir okkur öll og við erum öll að læra.

Okkur langar til að minna ykkur á að láta okkur vita ef börn ykkar eru í sóttkví. Þið sækið vottorð þess efnis inni á Heilsuveru.

Í síðasta bréfi talaði ég um að hafa kynningu á Altækri hönnun náms (e. Universal design for learning) sem er stór innleiðing sem Lækjarskóli og Skarðshlíðarskóli byrjaðu á í haust. Sú kynning mun fara fram í gegnum Zoom á miðvikudaginn 28. október kl 15.00 á þessari slóð: https://us02web.zoom.us/j/86126090868

Njótið vetrarfrísins.

Dögg Gunnarsdóttir skólastjóri.


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is