Hjólareglur Lækjarskóla

6.3.2023

Nú þegar vorið er farið að minna á sig er gott að rifja upp hjólareglur.

1. Nemendur mega koma á hjóli í skólann frá og með vori í 2. bekk.
Nemandi sem kemur hjólandi í skólann gerir það á ábyrgð foreldra/forráðamanna sem meta færni barnsins og aðstæður á hjólaleiðinni. Skv. 44. grein umferðarlaga mega börn yngri en níu ára ekki hjóla á akbraut án leiðsagnar og eftirlits aðila sem hefur náð 15 ára aldri.

2. Allir nemendur sem koma á hjóli í skólann eiga að vera með hjálm.
79. grein umferðarlaga: "Barn yngra en 16 ára skal nota reiðhjólahjálm við hjólreiðar".

3. Nemendur mega ekki vera á hjóli á skólalóðinni (í frímínútum eða í Frístund).
Nemendur eiga ekki að vera að leik á hjólum/vespum á skólalóðinni. Þegar hjólað er af skólalóð þarf að fara mjög varlega, velja stystu leið og fara beint af skólalóðinni.

4. Á skólatíma eiga hjól að vera læst í eða við hjólagrindur.
Skólinn ber ekki ábyrgð og hjólum.

Foreldrar/forráðamenn geta kært þjófnað og/eða skemmdarverk til lögreglu.Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is