Hrekkjavaka yngsta stigs Lækjarskóla 2021

29. október

12.11.2021

Hrekkjavaka hefur að miklu leyti borist hér til lands með bandarískum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og á sér orðið fastan stað í íslenska haustinu. Hátíðin frá Bandaríkjunum á sér rætur í heiðinni hausthátíð sem Írar og Bretar fögnuðu til forna. Hér á Íslandi voru haldin dísarblót. Dísirnar voru blótaðar um veturnætur. Þær voru ægilegar kvenvættir sem réðust þungvopnaðar og blóðþyrstar á andstæðinga sína. Mögulega er talið að Grýla gamla, mamma jólasveinanna og nornirnar í Evrópu séu leifar af þessari fornu dísartrú. Seinna þegar kristnin tók yfir breyttist þessi gamla heiðna hausthátíð í allraheilagramessu. Hrekkjavaka er því í raun ævaforn, rammíslenskur siður og í gamla daga voru luktirnar skornar út úr rófum en ekki graskerjum eins og gert er í dag.


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is