Kynning starfsfólks Lækjarskóla, UDL, nemenda- og foreldrasamtöl, stafrænn póstkassi og þolinmæði

29.9.2020

Heil og sæl kæru forráðamenn, nemendur og starfsfólk Lækjarskóla.

Þá er rúmur mánuður liðinn frá skólasetningu og því tilvalið að skrifa nokkur orð til ykkar ásamt því að senda ykkur öllum stutta kynningu á öllu því frábæra fólki sem vinnur í Lækjarskóla.

Yngsta stig:
Mið- og unglingastig:

Nú í haust hefjum við í Lækjarskóla stóra innleiðingu á Universal design for learning (UDL) (var kynnt í skólaráði í voru). Við reiknum með að innleiðingin taki að minnsta kosti 5-7 ár. UDL er aðferðafræði sem er byggð á rannsóknum David Rose (1984) frá Boston og greinir á milli og útrýmir hindrunum sem standa í vegi fyrir árangri nemenda.
Það var ætlunin að bjóða forráðamönnum á stóra kynningu á aðferðafræðinni nú í haust en það verður ekki úr því í bili. Hugmyndin er vera með kynningu í gegnum fjarfundakerfi nú á haustönninni, nánari upplýsingar um það síðar.

Ég vil minna á skipulagsdaginn þann 7. október og samtalsdaginn þann 8. október í næstu viku. Sökum þess að forráðamenn eru ekki leyfðir inn í skólanum þá munu samtölin vera með öðru sniði en verið hefur. Skólinn mun leitast við að nota ýmsar leiðir þar sem markmiðið er alltaf samtalið sjálft. Í flestum tilvikum munu nemendur mæta til umsjónarkennara í samtalið og síðan munu hann og nemandinn hafa samband við forráðamann í gegnum fjarfundakerfi eða síma.

Stafræni póstkassinn er sem fyrr á heimsíðu skólans og nú hafa nemendur einnig fengið sinn eigin. Þið nemendur hafið verið duglegir að koma með ýmsar hugmyndir, það sem hæst ber nú er: Ósk um að skólinn byrji seinna á morgnana, fleiri rólur og trampólín á skólalóðina, fara oftar á hreystivöllinn og meiri dönsku í sundatöfluna.

Ert þú með hugmynd?
Hugmyndir forráðamanna: https://forms.gle/DYbtVd2Sy8axzzk97
Hugmyndir nemenda: https://forms.gle/GFTB5Vwd4tj5itcM6

Mig langar að lokum til að þakka ykkur öllum þolinmæðina en nú reynir sannarlega á okkur öll og er ekki annað hægt en að standa saman. Það er ekkert grín að lifa á tímum heimsfaraldurs en fyrr en varir verður þessu öllu lokið og þá verður fjör. Ég sé fyrir mér að allir í heiminum fari út á götu og dansi og syngi líkt og um stríðslok væri að ræða.

Með bestu kveðju,
Dögg Gunnarsdóttir
skólastjóri.


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is