Lestrarátak Lækjarskóla

24.1.2023

„Undarfarnar tvær vikur hafa allir nemendur Lækjarskóla, í 1.-10. bekk, tekið þátt í lestrarátaki. Þeir hafa lesið daglega, bæði í skólanum og heima, og límt fjölda lítilla miða (eftir lesnum mínútum) á stóran svan, sem hver bekkjardeild hefur fengið í sína stofu. Nú er átakinu lokið og utan við hverja stofu má nú sjá glæsilega, litríka svani. Árangrinum var fagnað með uppskeruhátíð í hverjum bekk – poppi og bíói. Læsisteymi skólans hlakkar síðan til að heyra hvort lestrarþjálfunin skili sér í næsta lesfimiprófi barnanna, en þau eru þegar hafin og standa út mánuðinn.
Bestu þakkir og kveðjur til nemenda, umsjónarkennara og foreldra frá læsisteymi Lækjarskóla.“


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is