Nemandi Lækjarskóla stóð sig með prýði

10.5.2022

Þann þriðja maí var ráðstefnan Geðrækt er málið haldin á Grand Hótel. Óðinn Helguson í 8.ÁF tók þátt í pallborðsumræðum fyrir hönd Lækjarskóla og stóð sig með prýði.

Á ráðstefnunni var meðal annars verið að ræða um Build verkefnið en það verkefni var unnið í öllum 8.bekkjum í grunnskólum Hafnarfjarðar í vetur.

Build stendur fyrir: Byggjum þrautsegju og bjartari framtíð (BUILD) sem er forvarnarverkefni gegn sjálfsskaða. Hafnarfjarðarbær ásamt Píeta samtökunum stóðu fyrir ráðstefnunni auk samstarfsaðilum í Írlandi og Litháen.Dfsgdfhbndsghdgs


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is