Nemendur Lækjarskóla eru sigurvegarar í grunnskólakeppni Lífshlaupsins 2023 og því verður fagnað föstudaginn 3.mars.

1.3.2023

Nemendur Lækjarskóla eru sigurvegarar í grunnskólakeppni Lífshlaupsins 2023. Við ætlum að fagna því föstudaginn 3.mars kl. 13:00 í veislusal skólans. Bæjarstjórinn mun mæta og færa okkur blóm og Friðrik Dór mun trylla lýðinn.

Skólastjórn hvetur nemendur og starfsfólk til að mæta í glimmer, pallíettum eða betri fötunum.

Sérstakar þakkir fá umsjónarkennarar skólans sem skráðu hreyfingu nemenda daglega og íþróttakennararnir sem héldu frábæra setningu fyrir alla nemendur í hátíðarsal skólans.

Nemendur á myndinni gerðu sérstakt hlé á vetrarfríinu sínu til að vera viðstödd afhendingu verðlaunanna.


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is