Smári Hannesson, Lækjarskóla í 2. sæti í Stóru Upplestrarkeppninni

28.5.2020

Stóra upplestarkeppnin 2020 - fyrsta hátíðin í kjölfar Covid19.
Það þótti viðeigandi að fyrsta hátíðin í Hafnarfirði í kjölfar Covid19 væri lokahátíð Stóru upplestarkeppninnar. Hátíðin var einungis opin upplesurum og aðstandendum auk annarra þeirra sem hlutverk höfðu á hátíðinni. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heiðraði upplesara og gesti með nærveru sinni, afhenti bókagjafir og flutti stutt ávarp. Tveir nemendur frá hverjum grunnskóla stigu á stokk með faglegan og fallegan upplestur fyrir hönd síns skóla og fluttu texta og ljóð eftir skáld keppninnar.

Fremst meðal jafningja voru þau Ellen María Arnarsdóttir í Hvaleyrarskóla sem hlaut 1. verðlaun fyrir upplestur sinn, Smári Hannesson í Lækjarskóla sem hlaut 2. verðlaun og Dagbjörg Birna Sigurðardóttir í Setbergsskóla sem hlaut 3. verðlaun.



Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is