Þakkir, bréf til foreldra, nemenda og starfsfólks

9.6.2020

Samkomubannið kenndi starfsfólki skólans að nýta tímann vel og takast á við óvæntar breytingar. Starfsfólkið steig á skömmum tíma stór skref í tæknimálum og samskipti við heimilin jukust til muna og urðu í mörgum tilvikum nánari. Stjórnendateymi skólans vann þrekvirki á hverjum degi og sá algjörlega um daglegan rekstur í sínu hólfi. Þá voru dæmi voru um að kennarar legðu í ferðalag og afhentu gögn heim til nemenda. Foreldrar/forráðamenn þurftu einnig að setja sig inn í skólastarfið á nýjan hátt og eigum við öll hrós skilið fyrir samstarfið og þolinmæðina.

Raddir nemenda voru ekki síður mikilvægar fulltrúar nemenda í skólaráði komu með mikilvægar ábendingar um hvernig skólinn gæti komið til móts við þá. Í kjölfarið stofnuðum við í síðu sem heitir Heimaskólinn með samantekt af gögnum leiðbeiningum og forritum. Þetta tókst allt með samvinnu allra nefndra aðila við vorum sterk saman og unnum mikið verk. Allir lögðust á eitt og gerðu það sem gera þurfti. Það voru allir að gera sitt besta.

Það má með sanni segja að við höfum í dag lokið við pússlið sem við byrjuðum með í haust í sameiningu.

Á næsta skólaári hefur Lækjarskóli innleiðingu á Universal Design for Learning (UDL). UDL er aðferðafræði sem er byggð á rannsóknum David Rose (Boston Harvard,1984). UDL veitir nemendum möguleika á að læra á ólíka vegu og að sýna kunnáttu sína á ólíka hátt. Nemendur eru virkir og hafa áhrif á eigið nám og er tilgangurinn að útrýma hindrunum sem standa í vegi fyrir árangri nemenda. Skólaráð Lækjarskóla hefur þegar fengið kynningu á aðferðafræðinni sem og starfsfólk skólans. Foreldrar og nemendur munu fá nánari kynningu í haust en tímarammi innleiðingarinnar eru 5-7 ár. Við munum fara rólega af stað og haust 2020 mun fræðsla til starfsfólks fara fram.

Kærar þakkir öll fyrir skólaárið 2019-2020 sem er jafnframt mitt fyrsta í Lækjarskóla. Ég hlakka til áframhaldandi samstarfs á næsta skólaári.

Við höfum sett saman lítið myndband frá því í úskriftinn í gær og skólaslitunum í dag. Myndbandið er að finna á þessari slóð: https://gopro.com/v/57BvyDBEDWV0e og er aðeins aðgengilegt þeim sem eru með slóðina. Við munum eyða myndbandinu út á fimmtudaginn.

Hafið það gott í sumar, sjáumst í haust!

mbk

Dögg Gunnarsdóttir skólastjóri. 


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is