Vegna seinni bólusetninga nemenda í 1. - 6. bekk

28.1.2022

Fimmtudaginn 3. febrúar lýkur skóladegi allra nemenda í 1.-6. bekk Lækjarskóla kl.11:00. Er þetta gert til þess að foreldrar hafi ráðrúm til að koma börnum sínum í bólusetningu þennan dag á tilsettum tíma. Frístundaheimilið verður með venjubundna opnun á bólusetningardegi. Allar upplýsingar sem varða bólusetninguna koma frá Heilsugæslunni og er foreldrum bent á að leita til hennar ef eitthvað er óljóst varðandi framkvæmd hennar. Upplýsingar um bólusetningar barna m.a. hér https://www.covid.is/bolusetningar og https://www.heilsugaeslan.is/um-hh/frettasafn/stok-frett/2022/01/06/Bolusetning-skolabarna-i-Laugardalsholl/

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að skóladegi barna í 1.-6. bekk ljúki fyrr þennan dag eða kl. 11:00. Þessi ákvörðun er tekin í þeirra samráði og með stuðningi menntamálaráðuneytis. 


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is