Áfallaráð Lækjarskóla

Dögg Gunnarsdóttir, skólastjóri 3207 5550585 6645877 

Arna B. Arnardóttir, aðstoðarskólastjóri 3206 5550585 6645865

Halla Eyberg Þorgeirsdóttir, námsráðgjafi 3209 5550585 

Margrét Kjartansdóttir, hjúkrunarfræðingur 3210 5550585


Önnur símanúmer:

Sr. Einar Eyjólfsson, Fríkirkjan 5653430 8988478

Sr. Jón Helgi Þórarinsson, Hafnarfjarðarkirkja 5205700 8985531

Áfallahjálp Lsp, háskólasjúkrahúss 5432085


Neyðarlínan 112

Lögreglan í Hafnarfirði 112

Félagsþjónusta Hafn.fj - 5855700

Skólaskrifstofa Hafn.fj.-Eiríkur Þorvarðarson 5855500 6645815

Sviðsstjóri Fræðslumála-Fanney Dóróthe Halldórsdóttir 5855500 6645870

Skólastjóri, staðgengill hans eða tengiliður áfallaráðs er ábyrgur fyrir því að kalla saman áfallaráð og stýra vinnu þess og skipulagi.

Áfallaráð skal funda eins fljótt og auðið er ef áfall hefur orðið, óháð dagsetningu, tíma eða árstíma.

Áfallaráð

Í Lækjarskóla starfar áfallaráð sem skipað er af skólastjórnendum. Í áfallaráði er sérvalinn hópur starfsfólks sem ávallt er í viðbragðsstöðu ef upp kemur áfall í skólanum. Kynna skal ráðið og hlutverk þess á fyrsta starfsmannafundi skólaársins.

Mikilvægt er að allar upplýsingar um áföll er tengjast skólanum berist strax til áfallaráðs.

Hlutverk áfallaráðs er:

· -vinna eftir viðbragðsáætlun þegar áföll verða

· -að stjórna hlutverkaskipan og ferlum hverju sinni vegna áfalla

· -að styðja við starfsfólk í viðbrögðum vegna áfalla

· -að fylgja eftir úrvinnslu vegna áfalla

· -að huga að óskum fjölskyldna sem hlut eiga að máli

· -að sjá til þess að starfsfólk skólans fái fræðslu í undirstöðuatriðum áfallahjálpar eða sálrænnar skyndihjálpar á 2 ára fresti.

· -að uppfæra bókalista, bæklinga og slóðir á netinu sem að gagni geta komið vegna áfalla fyrir starfsmenn skólans. Gögn séu aðgengileg á sameign skólans undir „áfallaráð“ og „starfsfólk“.

Áfallaráð fundar reglulega yfir árið og fer yfir hvort breytingar hafi orðið á aðstæðum nemenda eða starfsfólks vegna alvarlegra slysa, veikinda, andláts eða annarra áfalla. Áfallaráð ræðir þau áföll sem upp hafa komið og tekur ákvörðun um hvort eða til hvaða aðgerða skuli gripið. Áfallaráð skráir og heldur utan um upplýsingar tengdar áföllum.

Ef alvarlegt slys eða áfall á sér stað í sumarleyfi skal kalla áfallaráð saman og huga að viðbrögðum.

Áfall

Áföll og sorg geta verið af ýmsum toga t.d. andlát, langvarandi/alvarleg veikindi, alvarlegt slys, sjálfsvíg, náttúruhamfarir og skilnaður foreldra.

Sorg er tilfinningaferli sem tekur tíma að vinna úr og einstaklingar fara í gegnum á mismunandi hátt. Hvort sem okkur finnast áföllin stór eða smá er nauðsynlegt að veita stuðning. Hafa ber í huga að sorg barna kemur og fer í amstri dagsins og varir mislanga stund.

Fólk sem hefur lent í áföllum sýnir mismunandi einkenni streitu og í mismiklum mæli. Oft er annars vegar talað um bráðaeinkenni og hins vegar langvarandi álag. Við áfall er mikilvægt að allir starfsmenn skólans sýni viðkomandi nærgætni, tillitssemi, beri virðingu fyrir tilfinningum og því hvernig þær brjótast út.

Eftirfylgni við áföll

Mikilvægt er að allir starfsmenn séu vakandi yfir líðan viðkomandi þar sem einkenni geta komið fram löngu eftir áfallið. Hafa þarf í huga að ákveðnir tímar eru oft viðkvæmir s.s. jól, páskar, afmæli o.fl.

Áfallaráð veitir eftirfylgd og ráðgjöf ef eftir því er leitað.

Áfallaráð veitir stuðning við nemendur og starfsfólk en ekki sorgarúrvinnslu, handleiðslu eða sálgæslumeðferð.

Viðbragðsáætlun við áfalli:

1. Halda skal fund eins fljótt og auðið er í áfallaráði.

2. Hafa samband við prest, aðstandendur.

3. Tilkynna skólaskrifstofu ef um andlát nemanda eða starfsmanns er að ræða.

4. Útbúa staðlaðar upplýsingar fyrir þá sem svara í síma, sjá gátlista símasvörun.

- Eingöngu skólastjóri eða staðgengill hans, svarar fréttamönnum.

5. Skoða skólaskipulagið með tilliti til breytinga.

6. Skoða skólahúsnæði með tilliti til þess hvar hægt er að vera með einstaka nemendur eða nemendahópa.

7. Leitast skal við að upplýsa starfsmenn svo fljótt sem auðið er. Kennarar/starfsfólk eru settir inn í stöðuna og hugsanleg breyting á skóladegi kynnt.

8. Kennarar láta vita um viðkvæma nemendur í sínum hópi.

9. Forfallakennarar sem búið er að kalla út settir í verkefni.

10. Hvernig ætlar skólinn að bregðast við, t.d. vera með athöfn?

11. Starfsfólki bent á að svara ekki fréttamönnum. Skólastjóri er í forsvari fyrir skólann og veitir upplýsingar eða aðili úr áfallaráði.

12. Þegar skóladagur hefst er búið að ákveða hvernig og hvar nemendum verður tilkynnt um áfallið.

NEMENDUR

Andlát nemanda

Andlát foreldra/systkina nemanda

Bera skal allar aðgerðir skólans undir forráðamenn nemandans til samþykkis og mikilvægt er að hafa þá með í ráðum frá upphafi.

Upplýsingaflæði:

  1. Upplýsingar berast til aðila inna áfallaráðs, hringt er í alla í áfallráði og þeim tilkynnt um áfall.
  2. Áfallaráð fundar saman og skiptir með sér verkum.
  3. Huga þarf að nánum tengslum viðkomandi við aðila innan skólans.
  4. Mikilvægt er að upplýsa og fá samþykki foreldra eða þess sem tilkynnir andlát nemanda um hvernig skólinn stendur að andlátstilkynningu.
  5. Haft samband við prest(a), sem er fenginn á svæðið.
  6. Skólaskrifstofa er upplýst um andlát nemanda.
  7. Starfsfólk upplýst um andlátið. Tilkynning á kaffistofu og tölvupóstur sendur til allra starfsmanna, sjá gátlista v. andláts nemenda, foreldra eða systkina nemenda. G1.
  8. Andlátið er tilkynnt bekkjarfélögum með stuðningi frá aðila úr áfallaráði og presti. Bakki með kerti er hjá aðstoðarskólastjóra. Umsjónarkennari þarf að athuga hvaða nemendur eru fjarverandi og lætur þá vita með heimhringingu.
  9. Áfallaráð hringir til foreldra/forráðamanna viðkomandi bekkjar og gefur upplýsingar um andlátið og minnir á að hlúa að eigin börnum, sjá símtalsbréf. S1.
  10. Nemendur skólans eru upplýstir um áfallið af umjónarkennara, sjá gátlista v. andláts nemenda, foreldra eða systkina nemenda. G1.
  11. Póstur sendur heim til allra foreldra og forráðamanna á póstlista Lækjarskóla, sjá póstur heim andlát. P1.
  12. Undirbúa þarf bekkinn í að taka á móti nemanda sem var að missa nákominn, sjá punktar fyrir umsjónarkennara vegna missis. G2.
  13. Draga skal fána í hálfa stöng þegar búið er að tilkynna nemendum um andlát nemanda eða starfsmanns.
  14. Í lok dags skal fundað í áfallaráði með umsjónarkennara, fara yfir stöðuna og áætlanir gerðar um áframhaldandi vinnu.
  15. Umsjónarbekkur útbýr samúðarkveðjur til aðstandenda.
  16. Fulltrúar skólans fara í heimsókn til aðstandenda viðkomandi nemenda með samúðarkveðju næstu daga á eftir.
  17. Fáni dreginn í hálfa stöng á útfaradag nemanda (ekki aðstandanda). Draga fánann upp eftir útför (húsvörður).
  18. Meta þarf hvort aflýsa skal skóla meðan á útför stendur.
  19. Starfsmenn geta fengið stuðning frá áfallaráði eða presti.

Vinna í viðkomandi bekk sama dag:

- Æskilegt er að umsjónarkennari fylgi sínum bekk það sem eftir er skóladags. Umsjónarkennari skipuleggur dagskrá útfrá sorgarvinnu og skipulagi dagsins og getur áfallaráð aðstoðað við það.

- Kveikt er á kerti í skólastofunni.

- Prestur og áfallaráð aðstoða við tilkynningu og eru til aðstoðar ef þörf krefur.

- Nemendum gefið tækifæri til að ræða um atburðinn (lífið og dauðann).

- Foreldrum/forráðamönnum tilkynnt um atburðinn, hringt heim í bekkjarfélaga. Forráðamenn beðnir um að sækja nemendur ef talin er þörf á.

Sjálfsvíg, andlát nemanda.

Bera skal allar aðgerðir skólans undir forráðamenn nemandans til samþykkis og mikilvægt er að hafa þá með í ráðum frá upphafi.

Vinnuferli áfallaráðs sama og þegar um andlát er að ræða en vert að hafa í huga.

- Kennari fær gátlista eða sá sem segir frá sjálfsvíginu til að styðjast við í sínum bekk. Staðreyndir án smáatriða, áhersla á missi og sorg. Hægt er að fá aðstoð áfallaráðs eða annarra sérfræðinga (námsráðgjafi, hjúkrunarfræðingur, skólasálfræðingur, prestur). Sjá gátlisti sjálfsvíg. G3.

- Áfallaráð óskar eftir nöfnum þeirra nemenda sem eru í áhættuhóp um skjálfsvíg, frá umsjónarkennara, námsráðgjafa og deildarstjóra.

- Minningarathafnir eiga ekki að vera umfangsmeiri en venja er við önnur dauðsföll. Ekki tileinka hinum látna neinn sérstakan atburð í skólastarfinu.

- Umsjónarkennari er beðinn um að ræða við foreldra þeirra barna, sem munu vera viðstödd útförina, um mikilvægi þess að fylgja barni sínu.

- Áfallaráð og umsjónarkennari fylgja málinu eftir næstu vikur.

Langvarandi/alvarleg veikindi nemanda

Bera skal allar aðgerðir skólans undir forráðamenn nemandans til samþykkis og mikilvægt er að hafa þá með í ráðum frá upphafi.

Hvernig skal bregðast við:

- Viðkomandi starfsfólki og bekkjarfélögum er greint frá alvarlegum veikindum og langdvölum frá skóla.

- Áfallaráð í samráði við umsjónarkennara ákveður hvernig vinna skal áfram í viðkomandi bekk.

- Athuga skal hvort heimsóknir séu mögulegar eða heppilegar, eða skypefundur.

- Sýna veikindunum virðingu án þess að velta sér upp úr þeim, m.a. getur bekkurinn sent kveðju.

- nemandi kemur aftur í skóla eftir veikindi. Gátlisti veikindi. G4.

Alvarlegt slys á nemanda

Bera skal allar aðgerðir skólans undir forráðamenn nemandans til samþykkis og mikilvægt er að hafa þá með í ráðum frá upphafi.

Slys sem verða í skólanum:

- Alvarlegt slys á nemanda á skólatíma: Hafa þarf samband við forráðamenn og 112 strax.

- Áfallaráð fundar og fer í verkferla. Hefur samband við skólaskrifstofu og fær ráðleggingar (Eiríkur).

- Símsvörun, áfallráð ákveður svör. Fræða þarf starfsfólk skrifstofu, Frístundar (fjölgreinadeildar, íþróttahúss um að gefa ekki upplýsingar, vísa á skrifstofu). Gátlisti símsvörun. S2.

- Starfsfólki og nemendum er greint frá slysinu. Ítrekað er við starfsfólk að það veiti ekki upplýsingar um slysið fyrr en leyfi fæst.

- Aðilar úr áfallaráði ásamt umsjónarkennara ræða við nemendur í einstaka bekkjum sem tengjast slysinu. Gátlisti slys. G5.

- Skólastjórnendur senda tölvupóst heim með helstu upplýsingum eða hringja. Upplýsingar sendar í samráði við aðstendendur. Gátlisti póstur heim. P3.

- Sýni fjölmiðlar áhuga er skólastjóri eða staðgengill hans eini tengiliður skólans við þá. Allir aðrir skulu vísa á hann varðandi allar upplýsingar sem gefa á.

Næstu dagar:

- Ört upplýsingastreymi til skólans er mikilvægt. Fulltrúi fjölskyldu er í sambandi við skólastjóra/áfallaráð eða umsjónarkennara.

- Umsjónarkennari komi upplýsingum til nemenda eftir þörfum.

- Athuga skal hvort heimsóknir séu mögulegar eða heppilegar.

- Sýna slysinu virðingu án þess að velta sér upp úr því, m.a. getur bekkurinn sent kveðju.

- Nemandi kemur aftur í skóla eftir slys. Gátisti veikindi. G4.

Slys sem verða utan skólatíma:

- Áfallaráð fundar og ákveður hvernig begðast skuli við.

- Unnið eftir verkferlinum „Slys sem verða í skólanum“ (sjá bls. 7)

Aðstandendur nemenda

Langvarandi/alvarleg veikindi aðstandenda nemanda.

Alvarlegt slys aðstandenda nemanda.

Bera skal allar aðgerðir skólans undir forráðamenn nemandans til samþykkis og mikilvægt er að hafa þá með í ráðum frá upphafi.

  1. Skólastjórnendur eða umsjónarkennari fær staðfestingu á veikindunum/slysinu hjá forráðamanni nemandans.
  2. Starfsfólk upplýst um veikindi/slys. Tölvupóstur sendur til starfsmanna sem málið varðar. Gátlisti póstur heim. P1.
  3. Áfallaráð fundar um málið og ákveður í samráði við umsjónarkennara og/eða forráðamenn hvernig unnið skuli með málið og eftirfylgd.
  4. Í samráði við aðstandendur er ákvörðun tekin um hvort nemendur í umsjónarbekk séu upplýstir af umsjónarkennara. Aðilar úr áfallaráði aðstoða umsjónarkennara ef þarf. Gátlisti veikindi. G4.
  5. Umsjónarkennari fylgir málinu eftir og upplýsir áfallaráð um stöðuna.


STARFSFÓLK

Andlát starfsmanns

Upplýsingaflæði:

  1. Upplýsingar berast til aðila inna áfallaráðs, hringt í alla í áfallráði og þeim tilkynnt um áfall.
  2. Áfallaráð fundar saman og skiptir með sér verkum.
  3. Huga þarf að nánum tengslum viðkomandi við aðila innan skólans.
  4. Mikilvægt er að upplýsa og fá samþykki aðstandenda hins látna um hvernig skólinn stendur að andlátstilkynningu.
  5. Haft er samband við prest(a), sem er fenginn á svæðið.
  6. Skólaskrifstofa er upplýst um andlátið.
  7. Starfsfólk er upplýst um andlátið. Tilkynning á kaffistofu og tölvupóstur sendur til allra starfsmanna. Meta þarf hvort hringja eigi í alla starfsmenn.
  8. Ef umsjónarkennari fellur frá tilkynnir skólastjóri/prestur, ásamt aðila úr áfallaráði, umsjónarbekk um andlátið.
  9. Áfallaráð hringir til foreldra/forráðamanna viðkomandi bekkjar og gefur upplýsingar um andlátið og minnir á að hlúa að eigin börnum. Símtalsbréf. S1.
  10. Nemendur skólans eru upplýstir um áfallið af umjónarkennara. Gátlisti andlát. G2.
  11. Póstur sendur heim til allra foreldra og forráðamanna á póstlista Lækjarskóla. Gátlisti póstur heim. P2.
  12. Ákveðin er minningarstund fyrir starfsfólk í samráði við aðstandendur.
  13. Undirbúa þarf bekkinn/bekkina sem var að missa nákominn starfsmann.
  14. Draga skal fána í hálfa stöng þegar búið er að tilkynna nemendum um andlát starfsmanns.
  15. Í lok dags skal áfallaráð funda og fara yfir stöðuna þar sem áætlanir gerðar um áframhaldandi vinnu.
  16. Tengdir nemendahópar útbúa samúðarkveðjur til aðstandenda.
  17. Fulltrúar skólans fara í heimsókn til aðstandenda viðkomandi starfsmanns með samúðarkveðju næstu daga á eftir.
  18. Fáni dreginn í hálfa stöng á útfaradag starfsmanns.
  19. Meta þarf hvort aflýsa skal skóla meðan á útför stendur.
  20. Starfsmenn geta fengið stuðning frá áfallaráði eða presti.

Faglegt skipulag:

- Nánir samstarfsaðilar og nemendur sem tengjast þeim látna fá stuðning frá áfallaráði og/eða prestum. Starfsfólki er bent á mikilvægi þess að vera til staðar fyrir hvert annað.

- Ef um umsjónarkennara er að ræða eru fundin úrræði fyrir umsjónarbekkinn þar sem einn aðili fylgir honum eftir.

- Áfallaráð óskar eftir upplýsingum um líðan nemenda og starfsmanna næstu daga.

Útför:

- Rætt er við nemendur sem tengjast starfsmanni um atburði næstu daga, hverju þeir eiga von á og hvernig líðan þeirra hefur verið undanfarna daga.

- Tölvupóstur sendur frá umsjónarkennara þar sem foreldrum er bent á mikilvægi þess að fylgja börnum sínum í útförina ef þau ætla fara. Barn fari ekki eitt í útför.

- Á degi útfarar er skólanum lokað hálfan dag eða lengur.

- Flaggað í hálfa stöng á útfarardegi. Draga fánann upp eftir útför (húsvörður).

- Athugað með önnur trúarbrögð.

Andlát maka/barns starfsmanns, vinnuregla.

Andlát foreldris/systkinis starfsmanns, eftir þörfum.

Upplýsingaflæði:

1. Upplýsingar berast til áfallaráðs, staðfestra upplýsinga leitað.

2. Áfallaráð fundar ef þurfa þykir og skiptir með sér verkum.

3. Allt starfsfólk er upplýst um andlátið með tölvupósti í samráði við aðstandanda.

4. Áfallaráð tekur ákvörðun í samráði við aðstandendur um hvort upplýsingum skuli komið til forráðamanna nemenda. Andlátstilkynning. S1 eða P1 (meta).

5. Ef maki/barn umsjónarkennara fellur frá tilkynnir áfallaráð umsjónarbekknum, í samráði við aðstandanda, andlátið.

6. Aðilar úr áfallaráði veita umsjónarbekkum stuðning og huga þarf að bekknum næstu daga.

7. Umsjónarkennarar ræða við nemendur í sínum bekkjum eftir því sem þörf er á.

8. Fulltrúar úr áfallaráði fara heim til starfsmanns fyrir útför.

- (kerti og kort á skrifstofu skólans).

Langvarandi/alvarleg veikindi eða alvarlegt slys starfsmanns.

  1. Áfallaráð ákveður í samráði við viðkomandi starfsmann hvernig/hvenær tilkynna skuli nemendum/samstarfsfólki veikindin.
  2. Áfallaráð eða tengiliður er með eftirfylgd við starfsmann vegna veikindanna.

VANTAR nýjan uppfærðan heimilda- og vefskrá.

Heimildalisti yfir bækur og greinar sem fjalla um áföll og áfallahjálp.

Mappa áfallaráðs.

Alex. Marleen og Benny: Afi og ég töluðum saman um dauðann. Salt 1984

Bragi Skúlason. Von. Bók um viðbrögð við missi. Hörpuútgáfan, 1992.

Bragi Skúlason. Sorg barna. Kjalarnesprófastdæmi, 1995

Bragi Skúlason. Systurnar gleði og sorg. Geðhjálp 1993. 2. tbl.

Fræðslurit Krabbameinsfélagsins. Mamma, pabbi, hvað er að?

Krabbameinsfélag Reykjavíkur 1999

Grétar Sigurbergsson. Sjálfsvíg og geðlægð. Geðhjálp 1992. 1. tbl.

Guðrún Alda Harðardóttir. Áfallahjálp í leikskóla. Glæður1999. 1. tbl.

Guðrún Eggertsdóttir. Sjálfsvíg, hvað svo. Íslenska sagnaútgáfan.

Guðrún Friðgeirsdóttir. Námsráðgjöf í skólum. Háskólaútgáfan 1999

Lárus Blöndal og Margrét Ólafsdóttir. Viðbrögð við vá. Sálfræðibókin. Ritstj.

Hörður Þorgilsson og Jakob Smári, Reykjavík. Mál og menning: 603 – 611. 1993

Lindgren, Astrid. Bróðir minn Ljónshjarta. Mál og menning, 1984

Margrét Ólafsdóttir. Áföll í skóla. Glæður 1995. 2. tbl.

Markham, Úrsúla. Sorgarviðbrögð. Huggun í harmi.

Ólafur Oddur Jónsson. Sjálfsvíg og sorg. Geðhjálp 1992. 1. tbl.

Ólöf Helga Þór. Sorgin í skólanum. Ný menntamál, 1994. 2. tbl.

Paul, Peter. Ég sakna þín. Mál og menning. RVK. 1996.

Sigurður Pálsson. Börn og sorg. Skálholtsútgáfan, 1998.

White R. Patty. Áfallahjálp og börn.

Sorg og sorgarviðbrögð

Alex, Marlee
Afi og ég tölum saman um dauðann / Marlee og Benny Alex ; myndir Benny Alex og Otto Wikkelsø ; þýðandi Gunnar J. Gunnarsson. -- Reykjavík : Salt, 1984. - 43 s. : að meginhluta myndir.
(236)

Álfheiður Steinþórsdóttir 1946
Barnasálfræði / Álfheiður Steinþórsdóttir, Guðfinna Eydal ; [teikningar Barbro Sedwall]. -- Reykjavík : Mál og menning, 1995. - 285 s. : myndir, teikn.
(155.4)

Ástvinamissir vegna sjálfsvígs : handbók til sjálfshjálpar fyrir aðstandendur / [þýðandi Elín Ebba Gunnarsdóttir]. -- Reykjavík : Biskupsstofa : Skálholtsútgáfan, 2009. - 32 s.
(155.937)

Aakeson, Kim Fupz, 1958-
Og svo varð afi draugur / Kim Fupz Aakeson ; [myndir] Eva Eriksson ; Ólöf Eldjárn þýddi. -- Reykjavík : Vaka-Helgafell, 2004. - [30] s. : myndir.
(813)

Bragi Skúlason 1957
Von : bók um viðbrögð við missi / Bragi Skúlason. -- Akranes : Hörpuútgáfan, 1992. - 100 s.
(155.937)

Dyregrov, Atle
Katastrofepsykologi / Atle Dyregrov. -- [Oslo?] : Ad Notam Gyldendal, 1993.
293 s. : myndir.
(155.93)

Guðrún Alda Harðardóttir 1955
Það má ekki vera satt / texti Guðrún Alda Harðardóttir ; myndir Halla Sólveig. -- Reykjavík : Mál og menning, 1997. - 30 s. : myndir.
(813)

Gunnar E. Finnbogason 1952
Áföll í nemendahópnum : sorgin hefur mörg andlit : handbók um áföll í skólum / Gunnar Finnbogason. -- [S.l. : höf.], 1998. - 55 s.
(155.937)

Karl Sigurbjörnsson 1947
Hvað tekur við þegar ég dey? : spurningar um kristna trú, dauðann og eilífa lífið / Karl Sigurbjörnsson. -- [Reykjavík] : Skálholt, 1993. - 60 s.
(236)

Karl Sigurbjörnsson 1947
Til þín sem átt um sárt að binda / Karl Sigurbjörnsson. -- Reykjavík : Skálholt, 1995. - 47 s. : myndir.
(155.937)

Kirk, Uffe
Sálræn skyndihjálp og mannlegur stuðningur / [Uffe Kirk ; íslensk þýðing Álfheiður Kjartansdóttir]. -- Reykjavík : Rauði kross Íslands, 1997. - 87 s. : myndir.
(155.93)

Kübler-Ross, Elisabeth
Er dauðinn kveður dyra / Elisabeth Kübler-Ross ; Björn Jónsson þýddi. -- [Reykjavík] : Skálholt, 1983. - 271 s.
(155.937)

155.9

Markham, Ursula
[Bereavement. Á íslensku]
Sorgarviðbrögð : svör við spurningum þínum, vina og vandamanna / Ursula Markham ; Eva Ólafsdóttir íslenskaði. -- Reykjavík : Vasaútgáfan, 1997. - 160 s.
(155.9)

Sigurður Pálsson 1936
Börn og sorg / Sigurður Pálsson. -- Reykjavík : Skálholtsútgáfan, 1998. - 106 s. : teikn.
(155.937)

Tekið saman af Steinunni Þ. Árnadóttur í febrúar 2012.


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is