Nemendaskápar

Nemendur í unglingadeild geta fengið læstan munaskáp til afnota.

Skáparnir eru fyrst og fremst ætlaðir til þess að geyma skólabækur og námsgögn  sem ekki er verið að nota hverju sinni.  Skáparnir eru númeraðir og fá nemendur lykil að tilteknum skápi til afnota.  Nemendur greiða 1.000 krónur fyrir lykil sem þeir fá endurgreiddar að vori sé lykli skilað.  Nemendur eiga ekki að geyma verðmæti, svo sem farsíma og peninga í skápnum, þar sem skólinn ber ekki ábyrgð á þeim. Nemendur geta átt von á því að skápur verði skoðaður í fylgd starfsmanns skólans.  Skólinn áskilur sér rétt til leitar ef nauðsyn krefur, t.d. ef grunur leikur á um að ólögmætir hlutir leynist í skápi eða eitthvað sem geti valdið því að öryggi nemenda sé í húfi.  Ef notandi skáps er ekki nærri skal hann vera lokaður og læstur.


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is