19.11.2018 : 8. RE hlaut SMT-hrósbikarinn

Í dag fór fram afhending á SMT-hrósbikarnum í unglingadeild. 8. RE hlaut bikarinn að þessu sinni og óskum við þeim hjartanlega til hamingju enda vel að sigrinum komin. Unglingadeildin hefur fengið fullt af hrósum og hafa sýnt og sannað undanfarnar vikur að þau eru góð fyrirmynd. ...meira

16.11.2018 : Upplestur á degi íslenskrar tungu

Í dag kom Bjarni Fritz til okkar og las upp úr nýju bókinni sinni Orri óstöðvandi fyrir nemendur í 2.-7. bekk. Mikil ánægja var með bókina og þetta ánægjulega uppbrot á skólastarfinu. 20181116_08225820181116_082143 ...meira

16.11.2018 : SMT-hrósbikarinn

SMT-hrósbikarinn var afhentur í dag á yngsta- og miðstigi. Hann fær einn bekkur á hverju stigi sem hefur fengið flest hrós frá starfsmönnum Lækjarskóla yfir ákveðið tímabil. Mjótt var á munum og fengu allir bekkir fjölmörg hrós. Að þessu sinni hlutu 1. HK og 6. SH SMT-bikarinn og óskum við þeim innilega til hamingju með prúðmannlega og fyrirmyndar framkomu síðustu vikur. SMT-bikar unglingadeildar verður afhentur á mánudag þar sem 9. bekkur er á Laugum. Nýtt hróstímabil hefst mánudaginn 19. nóvember og stendur til 11. janúar en þá verður bikarinn afhentur að nýju. 1.-hkYngsta-stig6.SHMidstig ...meira

Fréttasafn


Tilkynningar eða annað efni


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is