24.9.2018 : Nýr fundartími vegna kynningar á innleiðingu ipada í 5.- 8. bekk

Því miður verðum við að fresta kynningunni sem átti að vera í fyrramálið til miðvikudagsins 3. október, kl. 08:10.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.


...meira

18.9.2018 : Kynning fyrir foreldra á innleiðingu spjaldtölva í 5.-8. bekk.

Innleiðing á spjaldtölvum í skólastarf hófst í Hafnarfirði á síðustu önn. Þá fékk unglingadeildin spjaldtölvur en nú er komið að því að 5. - 7. bekkur fái sínar, ásamt 8. bekk. Við bjóðum ykkur upp á tvær dagsetningar fyrir kynningarfund vegna innleiðingarferlisins, þann 20. september kl. 16:30 og 25. september kl. 08:10. Innihald fyrirlestranna er það sama og getur fólk því valið hvor dagurinn og tíminn hentar þeim betur.

...meira

13.9.2018 : Aðalfundur foreldrafélags Lækjarskóla

Aðalfundur foreldrafélags Lækjarskóla verður haldinn miðvikudagskvöldið 19. september nk. kl. 20:00 í fyrirlestrarsal Lækjarskóla, við aðalinngang.

Fundurinn hefst á almennum aðalfundarstörfum og síðan taka áhugaverðir fyrirlesarar við.

Dagskrá aðalfundar

1.     Skýrsla stjórnar 

2.     Gjaldkeri gerir grein fyrir reikningum 

3.     Aðalfundur ákveður upphæð árgjalds 

4.     Lagabreytingar

5.     Kosning í stjórn Foreldrafélags Lækjarskóla

6.     Bekkjarfulltrúar 

7.     Skólaráð

8.     Foreldraráð Hafnarfjarðar

9.     Foreldrarölt 


  • Anna Jóna Guðmundsdóttir námsráðgjafi Lækjarskóla ræðir um einelti.
  • Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðar kemur og ræðir mikilvægi virks foreldrarölts.
  • Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur fræðir foreldra um ábyrga netnotkun, hætturnar sem leynast á internetinu og tölvufíkn.

Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar.

Vonumst til að sjá sem flesta!


...meira

Fréttasafn


Tilkynningar eða annað efni


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is