16.1.2019 : Skipulagsdagur/Working day

Fimmtudaginn 17. janúar er skipulagsdagur í Lækjarskóla. Engin kennsla fer fram þann dag. Frístundaheimilið Lækjarsel er einnig lokað.  


There will be no school for students on Thursday, January 17th as it is an working day for teachers and staff at Lækjarskóli. The after school Activity Center (Frístundaheimilið Lækjarsel) is closed.

...meira

15.1.2019 : Niðurfelling á fæðisgjaldi

Frá 1. janúar 2019 verður breyting á fæðisgjaldi til fjölskyldna með börn á grunnskólaaldri í Hafnarfirði. Gjald vegna hádegisverða eru felld niður ef börn í sömu fjölskyldu eru fleiri en tvö á grunnskólaaldri í mataráskrift.

 Niðurfelling á fæðisgjaldi er af mataráskrift elsta systkinis sem gerist sjálfkrafa þegar fjölskylda er með sama fjölskyldunúmer með öll börnin í Þjóðskrá í desember 2018. Ef einhver barnanna sem um ræðir eru ekki í grunnskólum Hafnarfjarðar mun afslátturinn gilda fyrir „elsta“ barnið sem er í grunnskóla bæjarins til hægðarauka í framkvæmdinni.

 Í einhverjum tilvikum getur verið að fjölskyldusamsetning verið flóknari en svo að það náist utan um hana í fjölskyldunúmerinu í Þjóðskrá. Í þeim tilvikum þurfa forráðamenn að óska eftir afslættinum ásamt viðeigandi útskýringum á fjölskylduhögum á Mínar síður á vef bæjarins (www.hafnarfjordur.is). Um það gildir að börn geta aldrei verið tvítalin þegar systkinahópur er í fleiri en einni fjölskyldu, t.d. í sameiginlegri forsjá hjá tveimur fjölskyldum. Afslátturinn tekur gildi frá þeim tíma sem sótt er um hann. Reglur verða birtar á vef bæjarins. 

...meira

4.1.2019 : Gleðilegt nýtt ár

Við óskum ykkur öllum gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir gott samstarf á liðnum árum. Hlökkum til samstarfsins á árinu 2019 og óskum þess að það verði okkur öllum heillaríkt og gott.

...meira

Fréttasafn


Tilkynningar eða annað efni


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is