17.5.2019 : SMT-bikarinn

Í dag var SMT bikarinn veittur í síðasta sinn á þessu skólaári. Bikarinn hljóta bekkir sem hafa fengið flest hrós frá starfsmönnum á tímabilinu. Að þessu sinni voru það 1. VJ 7. LÍ og 10. ERK sem fengu bikar. Innilega til hamingju nemendur og kennarar. Hér má sjá nemendur í 7. LÍ með kennara sínum.7.li


16.5.2019 : Litla upplestrarkeppnin

Í gær var litla upplestrarkeppnin haldin við hátíðlega athöfn hjá okkur í Lækjarskóla. Nemendur í 4. bekk eru búnir að undirbúa sig vel undanfarnar vikur og skilaði sú æfing sér svo sannarlega í fallegum upplestri og góðri skemmtun fyrir gesti. Fjölmargir foreldrar mættu til að horfa á og heiðursgestur var Ingibjörg Einarsdóttir frumkvöðull keppninnar sem færði nemendum skemmtilega nýja bók í tilefni keppninnar. Við erum svo sannarlega stolt af þessum frábæru krökkum. Litla-uppl

...meira

8.5.2019 : Bókabrall á bókasafninu

Í þessari viku verður "Bókabrall - grunnskólanna í Hafnarfirði"  á bókasafninu. Nemendur í 1. til 7. bekk koma þá á safnið og vinna í hópum skemmtileg verkefni tengd bókmenntum.

...meira

Fréttasafn


Tilkynningar eða annað efni


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is