17.5.2018 : Gaf milljón til ungmennastarfs

Tónlistarmaðurinn Arnar Þór Gíslason, eða Addi í m.a. Pollapönk, Stólíu, varð fertugur 8. Afhendingapríl sl. Hann hélt upp á afmæli sitt í troðfullu Bæjarbíói kvöldið áður. Vinir hans ættingjar greiddu aðgangseyri sem Addi lét renna óskiptan í gott málefni tengt ungu fólki í Hafnarfirði. Fjölgreinadeildin í gamla Lækjarskóla fékk helming fjárins á dögunum og veitti Kristín María Indriðadóttir (Stína Mæja), umsjónarmaður deildarinnar, styrknum viðtöku. Hinn helminginn fékk félagsmiðstöðin Músík og mótor og tók Birgir Þór Halldórsson á móti honum.

„Þetta er einstakt og ég veit að Addi vill að við nýtum þennan pening í tónlist og það munum við gera. Við erum að útbúa tónlistaraðstöðu í smíðastofunni úti á lóðinni, þar sem við getum verið út af fyrir okkur,“ sagði Kristín María.

 

9.5.2018 : Erasmus+ verkefni

 Erasmus

Við í Lækjarskóla erum með góða gesti sem eru þátttakendur með nemendum í 8. bekk í Erasmus+ verkefni. Verkefnið hefur staðið yfir í rúmt ár og er sérlega vel heppnað. Það er margt brallað og eins og sést á myndinni þá var farið á Þingvelli meðal annars. Íslensku þátttakendurnir hafa heimsótt Grikkland, Spán og Danmörku. Nemendurnir fá innsýn í líf og starf jafnaldra sinna í öðrum löndum.

...meira

8.5.2018 : Litla upplestrarkeppnin

Ls.3

Litla upplestrarkeppnin var haldin hér í Lækjarskóla að vanda þar sem nemendur úr 4. bekk lásu upp fyrir foreldra og gesti. Litla upplestrarkeppnin byggir á sömu hugmyndafræði og Stóra upplestrarkeppnin þar sem ávallt er haft að leiðarljósi að keppa í betri árangri í lestri, munnlegri tjáningu og framkomu. Gaman var að Ingibjörg Einarsdóttir sá sér fært að koma og hlusta á í einum bekknum. 

...meira

Fréttasafn


Tilkynningar eða annað efni


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is