St.-vinn

20.3.2019 : Stóra upplestrarkeppnin

Í dag voru fulltrúar Lækjarskóla í Stóru upplestrarkeppninni valdir en þeir munu keppa í lokakeppninni sem mun fara fram í Hafnarborg 2. apríl. Fjórtán nemendur í 7. bekk tóku þátt að þessu sinni. Keppnin var tvískipt en í fyrri umferð lásu nemendur texta úr skáldsögunni Strokubörn á Skuggaskeri eftir Sigrúnu Eldjárn en í síðari umferð ljóð eftir Ólaf Jóhann Sig

urðarson. Dómarar voru Árni Freyr Guðnason, Drífa Sigurjónsdóttir og Sigmar Ingi Sigurjónsson. Fulltrúar Lækjarskóla að þessu sinni verða þær Júlía Lyngdal og Svava Rán og til vara Harpa Rut. Við óskum öllum keppendum innilega til hamingju með frábæran árangur. St.-vinnAllir-stSt-atr

18.3.2019 : Kveðja frá Haraldi skólastjóra.

Kæru nemendur, foreldrar, starfsmenn og aðrir velunnarar Lækjarskóla.

Eftir veikindi og slys hef ég verið frá störfum í Lækjarskóla í rúmt ár. Ég hef náð góðum bata, en hef tekið þá ákvörðun að hverfa ekki til starfa í Lækjarskóla nú að loknu veikindaleyfi. Ég mun kveðja með söknuð í huga og hjarta, en jafnframt gleðja allar yndisstundirnar í leik og starfi, afrek nemenda, góð störf starfsmanna, stuðningur foreldra, grenndarsamfélags og hafnfirskra yfirvalda, auk margvíslegra viðurkenninga sem Lækjarskóla hafa borist víða að.

Megi blessun fylgja yndislegum og margbreytilegum Lækjarskóla um ókomin ár.

Kær kveðja og þakkir,

Haraldur Haraldsson

...meira

13.3.2019 : Mín framtíð 2019-Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning

Nemendur í 9. og 10. bekk munu fara í vettvangsferð í Laugardalshöll þann 14.mars kl.12:00.
Markmið ferðarinnar er að gefa nemendum tækifæri til að kynna sér ólíkar starfsgreinar og námsframboð framhaldsskóla.

Í Laugardalshöll munu 33 framhaldsskólar kynna námsframboð sitt, bæði bóklegt og verklegt. Náms- og starfsráðgjafar, kennarar og fulltrúar nemenda verða á staðnum og svara fyrirspurnum um námið, félagslífið og inntökuskilyrði.

Á sama tíma fer fram Íslandsmót iðn- og verkreina sem að jafnaði er haldið á tveggja ára fresti. Í þetta sinn munu nemendur í 28 verkgreinum keppa sín á milli um Íslandsmeistaratitill í sinni grein. Sigurvegurum gefst síðan kostur á að keppa á Evrópukeppni iðn- og verkgreina í Graz í Austurríki 2020. Okkar nemendur fá tækifæri til að fylgjast með þessu unga fólki takast á við krefjandi og raunveruleg verkefni í samkeppni sem reynir á hæfni, fagmennsku og skipulagshæfileika. Einnig gefst þeim kostur á að snerta á og prófa hluti undir handleiðslu fagfólks í ýmsum greinum.

Nemendur fara í Laugardalshöllina í rútum í fylgd kennara og starfsmanna skólans. Tekið verður á móti þeim í Laugardalshöllinni þar sem heimsóknin mun hefjast á stuttri kynningu um atburðinn á sal. Síðan verður þeim fylgt inn í sýningarsalinn.

Nemendur munu hafa 2 klukkustundir til að ganga um og kynna sér það sem ber fyrir augum og eru hvattir til að vera duglegir að spyrja, skoða, snerta og prófa. 

...meira

Fréttasafn


Tilkynningar eða annað efni


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is