14.8.2017 : Skólasetning

Skólasetning skólaársins 2017-2018 verður í hátíðarsal Lækjarskóla þriðjudaginn 22. ágúst 2017.

Nemendur mæti sem hér segir:
Kl.  8:30     9. og 10. bekkir
Kl.  9:00     7. og 8. bekkir
Kl. 10:00     5. og 6. bekkir
Kl. 11:00     3. og 4. bekkir
Kl. 12:00     2. bekkur
Kl. 13:00     1. bekkur
Kl. 10:00     Nemendur fjölgreinadeildar mæti til skólasetningar í Menntasetrið við Lækinn (Gamla  Lækjarskóla).

Foreldrar eru hvattir til þess að koma með börnum sínum.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 23. ágúst nema hjá 1. bekk,  þar verða foreldraviðtöl.

...meira

14.8.2017 : Gjaldfrjáls skóli í Hafnarfirði

Fræðsluráð Hafnarfjarðar hefur samþykkt að greiða fyrir skólagögn allra grunnskólabarna. Fræðsluráð leggur til að frá og með komandi hausti muni Hafnarfjarðarbær útvega grunnskólanemendum námsgögn, þ.e ritföng og stílabækur, þeim að kostnaðarlausu.

Áætlaður kostnaður er um 20 milljónir króna. Tillögunni er vísað til bæjarstjórnar og viðauka við fjárhagsáætlun 2017. Með þessu stuðlar Hafnarfjarðarbær að frekari jöfnuði, minnkuðu kolefnaspori og minni sóun. Auk þess sem hagkvæmni næst í innkaupum og mögulega hagkvæmni í kennslustofunni.

Foreldrar þurfa þá aðeins að sjá börnum sínum fyrir skólatösku, sund- og íþróttafatnaði og skriffærum til notkunar heima.

...meira

30.6.2017 : Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa Lækjarskóla opnar að nýju fimmtudaginn 10. ágúst kl. 9:00.

Skólasetning verður 22. ágúst. Minnum á að skóladagatalið fyrir næsta skólaár má nálgast hér á heimasíðu skólans.

Starfsfólk Lækjarskóla óskar nemendum og foreldrum þeirra góðra stunda í sumar.

...meira

Fréttasafn


Tilkynningar eða annað efni


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is