24.10.2016 : Fjölgreindaleikar Lækjarskóla

Fimmtudaginn 27. og föstudaginn 28. október  verða Fjölgreindaleikar Lækjarskóla haldnir.
Þeir eru nú haldnir í sjötta sinn og byggja sem fyrr á fjölgreindakenningu Gardners.
Allir nemendur skólans taka þátt og munu þeir eldri styðja þá yngri.
Nemendur taka þátt í 38 stöðvum, 19 hvorn daginn.  Annan daginn vinna úti í íþróttahúsi og á B-gangi skólans og hinn daginn innan skólans. Hver nemandi fær sitt númer og munu þeir sem eru með númerið 1-19 vera inni á miðvikudag og úti í íþróttahúsi á fimmtudag en þeir sem eru með númerið frá 20-38 vera úti í íþróttahúsi á miðvikudag og alveg inni í húsi á fimmtudag. Umsjónarkennarar munu senda nemendur heim með sín númer daginn fyrir leikana.

Þessa daga hefst skólastarf kl. 08:10 og lýkur kl. 13:20. Nemendur þurfa ekki að koma með skólatöskur eða námsgögn þar sem þeir verða á mikilli hreyfingu og fara milli 19 stöðva hvorn dag. Allir nemendur þurfa að taka með sér nesti og best væri að hafa það í  léttum bakpoka. Þeir sem eru í mataráskrift fá sinn mat í mötuneyti.

Mikil ánægja hefur verið með leikana undanfarin ár og við vonumst að sjálfsögðu til að allir njóti þess að taka þátt í þetta skiptið.

Kv.
Arna B. Arnardóttir
Aðstoðarskólastjóri

...meira

24.10.2016 : Kvennafrídagur

Kvennafrídagurinn er í dag mánudaginn 24. október og viljum við hjá Hafnarfjarðarbæ leggja okkar af mörkum og hvetja okkar konur til þátttöku. Ákveðið hefur verið að gefa konum starfandi hjá Hafnarfjarðarbæ frí frá kl. 14:30 þennan dag og gefa þeim þannig kost á þátttöku í skipulögðum hátíðarhöldum á sjálfan Kvennafrídaginn.

Leik- og grunnskólahald og starfsemi frístunaheimila leggst niður. Foreldrar eru vinsamlega beðnir um að gera ráðstafanir og sækja börnin sín í síðasta lagi kl. 14:15 mánudaginn 24. október. Á þetta við um bæði skólastigin og öll frístundaheimili á vegum bæjarins. Engin starfsemi verður í félagsmiðstöðinni Vitanum þennan dag.

Kvennafrídagurinn var haldinn í fyrsta sinn á Íslandi 24. október árið 1975. Íslenskar konur komu saman á fundum um land allt en sá fjölmennasti var á Lækjartorgi í Reykjavík og vakti samstaða íslenskra kvenna heimsathygli. Langflestar konur lögðu niður störf þennan dag og lamaðist atvinnulífið í landinu að mestu leyti. Dagurinn er ekki lögbundinn frídagur en er þó ávallt kallaður kvennafrídagurinn.
Við þökkum sýndan skilning og vonumst til þess að allar konur taki virkan þátt.


Með bestu kveðju,
Haraldur Haraldsson, skólastjóri.


...meira

19.10.2016 : Vetrarfrí - Winter vacation - Zima – dimër

Vetrarfrí verður í Lækjarskóla fimmtudaginn 20. október og föstudaginn 21. október.  Þessa daga er frístundaheimilið Frístund einnig lokað.
Skólastjórnendur
 
Winterbreak is next Thursday 20th Oktober and Friday 21st  of October.   Because of that, there will be no school and Frístund is closed during those two days.
The Principal of Lækjarskóli

Ferie zimowe w Lækjarskóli będą  w następny 20-21 pazdziernika. W tych dniach nie będzie lekcji i swietlica będzie zamknięta.
Dyrekcja dzkoly

...meira

Fréttasafn


Tilkynningar eða annað efni


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is