6.12.2017 : Kveðja frá Grikklandi

GrikklandFjórir nemendur ásamt kennurum eru nú staddir í Grikklandi þar sem þeir taka þátt í Erasmusverkefni.  Allt gengur vel allir ánægðir og glaðir við leik og störf. Gestgjafarnir hugsa afar vel um gestina sína. Mikil ánægja, vinskapur og lærdómur. Kær kveðja frá Grikklandsförum

...meira

16.11.2017 : Skipulagsdagur/Working day/Dzień organizacyjny

Laekjarskoli,-vetrarmynd

Mánudagurinn 20. nóvember er skipulagsdagur í Lækjarskóla. Engin kennsla fer fram þann dag en frístundaheimilið Lækjarsel er opið fyrir þau börn sem þar eru skráð. 

Skólastjórnendur.


There will be no school for students on Monday, November 20th as it is an working day for teachers and staff at Lækjarskóli. The after school Activity Center (Frístundaheimilið Lækjarsel) is open for children who are registered. 

The Principal of Lækjarskóli.

Poniedziałek, 20 listopad jest dniem organizacjyjnym w Lækjarskóli i dniem wolnym od zajęć szkolnych.  Świetlica (frístundaheimilið) będzie otwarta w godzinach pozalekcyjnych tylko dla dzieci, które są tam zapisane. 

Dyrekcja szkoły.

...meira

6.11.2017 : Lestrarsprettur Lækjarskóla

Kæru foreldrar/forráðamenn nemenda í Lækjarskóla

6. nóvember hefst Lestrarsprettur Lækjarskóla. Góð lestrarkunnátta er undirstaða almennrar menntunar og mikilvægt er að vekja áhuga nemenda á lestri og viðhalda honum alla skólagönguna.
Lestrarsprettur verður í öllum skólanum 6. - 24. nóvember. Þessar vikur fær lestur aukið vægi þar sem markmiðið er að auka lestrarfærni og efla áhuga á lestri. Á hverjum degi eiga nemendur að lesa í skólanum og heima.

Við hvetjum foreldra til að taka þátt í lestrarsprettinum með okkur, ræða við börnin um verkefnið, lesa með þeim og fyrir þau. Allt eftir hvað passar hverjum og einum.

Þegar nemendur hafa lokið við bók, skrifa þeir nafn sitt og bókarinnar á miða og munu kennarar halda utan um skráningar hjá nemendum og birta það myndrænt á veggjum skólans.
Við hvetjum nemendur til að nýta sér bækur að heiman, á Bókasafni Hafnarfjarðar ásamt Bókasafni Lækjarskóla.

Góða skemmtun

...meira

Fréttasafn


Tilkynningar eða annað efni


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is