17.2.2020 : Námssamtöl, skipulagsdagur og vetrarfrí/ Parent conferences, Working day, Winter vacation

Foreldradagur verður í Lækjarskóla þriðjudaginn 18. febrúar þar sem nemendur ásamt foreldrum sínum eiga samtal við umsjónarkennara. Foreldrar þurfa að skrá sig í samtöl í gegnum Mentor.is. Miðvikudaginn 19. febrúar er skipulagsdagur í Lækjarskóla. Þann dag fellur öll kennsla niður og Frístundaheimilið Lækjarsel verður einnig lokað. Vetrarfrí verður fimmtudaginn 20. og föstudaginn 21. febrúar.

Parent conferences will be held on Tuesday 18th of February . Parents will be able to book their preferred time on Mentor.is . There will be no school for students on Wednesday the 19th of February as it is an inservice day for teachers and staff and the after school Activity Center (Frístundaheimilið Lækjarsel) is closed. There will be a Winter break on Thursday the 20th and Friday the 21st of February.

...meira

13.2.2020 : Röskun á skólastarfi og öðru starfi sveitarfélagsins - Red Weather Alert tomorrow - people should stay at home

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, föstudag 14. febrúar. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið frá kl. 7 í fyrramálið sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til. Reglulegt skólahald fellur niður en leikskólar og grunnskólar verða engu að síður opnir með lágmarksmönnun fyrir fólk sem þarf nauðsynlega á vistun fyrir börn sín að halda – það er fólk sem sinnir neyðarþjónustu, löggæslu, slökkvistörfum og björgunarsveitarútköllum. Veðrið gengur niður eftir kl. 15 samkvæmt spá sem þýðir að ýmis þjónusta raskast eða fellur niður í fyrramálið og jafnvel allan daginn.

Helstu upplýsingar

• Almennt skólahald fellur niður en leik- og grunnskólar verða opnir með lágmarksmönnun

• Sundlaugar í Hafnarfirði verða lokaðar en opna kl. 15

• Frístundaheimili opna þegar viðvörunum lýkur. Eins og staðan er núna er appelsínugul viðvörun í gildi til kl. 15:00

• Skerðing verður á heimaþjónustu en neyðartilvikum sinnt eftir föngum

• Söfn verða lokuð á morgun nema annað verði gefið út

• Þjónustuver og þjónustumiðstöð verða opnar og svara í síma

Fólk er hvatt til þess að halda sig heima í fyrramálið og fylgjast vel með tilkynningum frá almannavörnum í fjölmiðlum. Samkvæmt spám á veður að ganga niður eftir hádegi og verður hægt að vera á ferðinni eftir kl. 15 að öllu óbreyttu. Staðan verður endurmetin í fyrramálið.

Frekari upplýsingar um veðurviðvaranir á síðu Veðurstofunnar: https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk

Red Weather Alert tomorrow – people should stay at home

The Chief of Police has declared an uncertainty for public safety for the whole country tomorrow, Friday 14. February.

A red weather alert has been issued for the greater Reykjavík area from 7 am (07:00), tomorrow morning. This means that no one should go outside unless in emergency.

All regular school activity will not be in function but schools remain open with minimum staff for people who need to work in emergency operations, such as police, ambulances, fire departments and rescue operations. The big storm will go down after 3 pm. (15:00) which means that most services will be disrupted tomorrow morning and even for the whole day.

· People are urged to stay at home tomorrow and follow instructions from the authorities.

· People should be able to go outside after 3 pm.

· If necessary new announcements will be sent out tomorrow morning.

· All schools will be closed except for those who work in emergency services.

· Swimming pools will be closed until 3 pm.

· After school leisure centres will be closed until 3 pm.


...meira

4.2.2020 : 100 daga hátíð

1.JThE-100daga-hatid1.JThE-100daga-hatid-eg-eftir-100arÍ gær héldu nemendur í 1. bekk upp á 100 daga hátíð í tilefni af því að þeir eru búnir að vera 100 daga í skólanum. Nemendur gerðu sér glaðan dag og unnu fjölbreytt verkefni í tengslum við töluna 100. Dagurinn hófst á hreyfingu og síðan farið í stöðvavinnu. Frábær dagur hjá nemendum og skemmtileg byrjun á skólavikunni.

 

...meira

Fréttasafn


Tilkynningar eða annað efni


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is