12.4.2019 : Páskaleyfi

Starfsfólk Lækjarskóla óskar nemendum og forráðamönnum þeirra gleðilegra páska. Skólahald hefst að nýju þriðjudaginn 23. apríl. Hafið það gott í fríinu.Easter-clipart-duck-592639-1087112

...meira

3.4.2019 : Þemadagar

Þann 10. og 11. apríl verða þemadagar í Lækjarskóla. Þema þessa skólaárs verður Friður á jörð. Þemadagar eru samvinnuverkefni allra starfsmanna og nemenda skólans en unnið verður á stigum. Þessa daga verður hefðbundin stundaskrá nemenda brotin upp og sérgreinar samkvæmt stundaskrá falla niður.
Skólastarfi líkur klukkan 12:40 báða dagana. Seinni daginn verða pizzur í matinn og geta þeir nemendur sem ekki eru í áskrift keypt miða í mötuneytinu til 10. apríl og kostar hver miði 600 kr. Þeir sem eiga matarmiða nú þegar geta skipt honum út fyrir pizzumiða.

...meira

28.3.2019 : Barnakóramót Hafnarfjarðar

Barnakóramót Hafnarfjarðar verður haldið í Víðistaðakirkju laugardaginn 30. mars. Barnakoramot-hafnarfjardar-2019-dagskra-dreifibref-page-001

Tónleikar yngri barnakóra hefjast klukkan 12:30. 

Kórar sem koma fram:

  • Barnakór Hafnarfjarðarkirkju.
  • Litli og miðkór Lækjarskóla.
  • Barnakór Víðistaðakirkju.
  • Litli kór Öldutúnsskóla.

Tónleikar eldri barnakóra hefjast klukkan 16:00. 

Kórar sem koma fram:

  • Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju.
  • Kór Öldutúnsskóla.

Allir velkomnir.

...meira

Fréttasafn


Tilkynningar eða annað efni


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is