14.11.2019 : Skipulagsdagur

HafnarfjordurSkipulagsdagur verður í Lækjarskóla 15. nóvember 2019. Nemendur mæta ekki í skólann þann dag.

Frístundaheimilið Lækjarsel verður opið fyrir þá nemendur sem verða skráðir.

...meira

6.11.2019 : Bréf frá skólastjóra

Heil og sæl! 

Ég vil byrja á því að þakka fyrir góða þátttöku á haustfundunum bæði í 1. bekk og 2.-10. bekk. Upplýsingarnar sem komu frá ykkur er varða samvinnu heimilis og skóla eru okkur mjög mikilvægar. Þar kom ýmislegt jákvætt fram en einnig ábendingar um það sem betur má fara til að gera Lækjarskóla enn betri. Munum að gagnkvæmur ávinningur er af samstarfi heimilis og skóla og til að þetta takist vel þurfum við að byggja upp samstarf sem byggir á samvinnu, trausti og sameiginlegri ábyrgð.


IMG-1625

Þar sem íslenskir grunnskólar eru opnir skólar teljum við einkar mikilvægt að nemendur og 

IMG-1627

forráðamenn þekki starfsmenn skólans. Við pöntuðum barmmerki fyrir alla starfsmenn og nokkur að auki fyrir gesti og nema. Barmmerkin bárust í dag og verður dreift til starfsmanna í vikunni. Þá höfum við pantað ljósmyndara til að mynda allt starfsfólk. Myndirnar munu verða hengdar upp í anddyri skólans og birtar á heimasíðu, nemendum og forráðamönnum til glöggvunar.


Á haustfundum, í stafræna póstkassanum og í skólaráði kom alls staðar fram að bæta þyrfti frímínútnagæslu skólans og þá aðallega við sparkvöllinn. Skólastjórn vinnur nú að endurskipulagningu svæða til að gera gæsluna enn betri og 10.-bekkingum verður, líkt og fyrri ár, boðið að „vinna“ í frímínútum. Nemendur fá greitt í formi hópstyrkts sem þeir nota í vorferðina.

Það er alltaf gaman að heyra í ykkur og bið ég ykkur að halda áfram að vera dugleg að koma með hugmyndir, segja okkur frá því sem vel er gert og betur má fara í gegnum tölvupóst eða stafræna póstkassann okkar á vefslóðinni: https://forms.gle/HV64iTpiYCxnjNNd7


Hafið það gott :)

Dögg Gunnarsdóttir skólastjóri.


6.11.2019 : Námsaðstoð á Bókasafni Hafnarfjarðar

Námsaðstoð Rauða krossins á Bókasafni Hafnarfjarðar er aftur komin á fullt eftir sumarfrí. Aðstoðin er fyrir öll börn í 1.-10. bekk og fer fram alla þriðjudaga frá kl. 15-17.

Sjá nánar hér .

...meira

Fréttasafn


Tilkynningar eða annað efni


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is