18.9.2018 : Kynning fyrir foreldra á innleiðingu spjaldtölva í 5.-8. bekk.

Innleiðing á spjaldtölvum í skólastarf hófst í Hafnarfirði á síðustu önn. Þá fékk unglingadeildin spjaldtölvur en nú er komið að því að 5. - 7. bekkur fái sínar, ásamt 8. bekk. Við bjóðum ykkur upp á tvær dagsetningar fyrir kynningarfund vegna innleiðingarferlisins, þann 20. september kl. 16:30 og 25. september kl. 08:10. Innihald fyrirlestranna er það sama og getur fólk því valið hvor dagurinn og tíminn hentar þeim betur.

...meira

13.9.2018 : Aðalfundur foreldrafélags Lækjarskóla

Aðalfundur foreldrafélags Lækjarskóla verður haldinn miðvikudagskvöldið 19. september nk. kl. 20:00 í fyrirlestrarsal Lækjarskóla, við aðalinngang.

Fundurinn hefst á almennum aðalfundarstörfum og síðan taka áhugaverðir fyrirlesarar við.

Dagskrá aðalfundar

1.     Skýrsla stjórnar 

2.     Gjaldkeri gerir grein fyrir reikningum 

3.     Aðalfundur ákveður upphæð árgjalds 

4.     Lagabreytingar

5.     Kosning í stjórn Foreldrafélags Lækjarskóla

6.     Bekkjarfulltrúar 

7.     Skólaráð

8.     Foreldraráð Hafnarfjarðar

9.     Foreldrarölt 


  • Anna Jóna Guðmundsdóttir námsráðgjafi Lækjarskóla ræðir um einelti.
  • Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðar kemur og ræðir mikilvægi virks foreldrarölts.
  • Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur fræðir foreldra um ábyrga netnotkun, hætturnar sem leynast á internetinu og tölvufíkn.

Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar.

Vonumst til að sjá sem flesta!


...meira

12.9.2018 : Samræmd könnunarpróf í 4. og 7. bekk

Samræmd könnunarpróf verða að venju lögð fyrir nemendur í 4. og 7. bekk í september. Prófin verða lögð fyrir á eftirtöldum dögum:

Fimmtudagur 20. september 7. bekkur íslenska 

Föstudagur 21. september 7. bekkur stærðfræði 

Fimmtudagur 27. september 4. bekkur íslenska 

 Föstudagur 28. september 4. bekkur stærðfræði 

...meira

Fréttasafn


Tilkynningar eða annað efni


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is