18.10.2019 : Vetrarfrí

Mánudaginn og þriðjudaginn 21.-22. október er vetrarfrí í grunnskólum Hafnarfjarðar. Venju samkvæmt verður frítt í sund í vetrarfríinu og menningarstofnanir standa fyrir fjölbreyttri dagskrá þessa daga og helgina á undan. Nánari upplýsingar um dagskrána er hægt að nálgast á meðfylgjandi tenglum á íslensku, ensku og pólsku.

Vetrarfrí

Winter break

Ferie zimowe

...meira

16.10.2019 : Haustfundir 2019


EGwm9hRXUAESTHR

Þá er haustfundum árið 2019 lokið. Fundirnir voru með nýju sniði í ár og  voru tvískiptir:

 1. Forráðamenn allra á stiginu hittust á sal þar sem meðal annars starfsfólk var kynnt og markmið vetrarins birt. Þá voru forráðamenn einnig beðnir að velta fyrir sér hvernig við eflum samvinnu á milli heimilis og skóla svo eitthvað sé nefnt. 

2. Innlit inn í kennslustofu

Skólastjórn þakkar fyrir góða þátttöku á fundunum. 

8.10.2019 : Tístdagur

 

Fimmtudaginn 10. október mun hluti  starfsfólks Lækjarskóla tísta undir myllumerkinu #einnskóladagur og #lærumílækjó. Tilgangurinn með þessu er að gera hefðbundinn dag í skólastarfi sýnilegan umheiminum, þar sem allajafna gengur mikið á í leik og starfi nemenda og starfsfólks, allt frá því við mætum í skólann og hengjum af okkur fötin, til morgunmats, kennslustunda, frímínútna, hádegisverðar, fundahalda og allskyns verkefnavinnu. Sem sagt hversdagurinn í skólanum sem er dásamlegur eins og hann er og að sjálfsögðu fylgjum við lögum um persónuvernd. 

Myndband:  Hlekkur

 

Fréttasafn


Tilkynningar eða annað efni


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is