24.9.2020 : Samræmd próf

Samræmd próf í 7. bekk:

Íslenska  - fimmtudaginn 24. september

Stærðfræði - föstudaginn 25. september

...meira

11.9.2020 : Leiðbeiningar um skólastarf í grunnskólum vegna COVID-19

Dragdu-ur-sykingarhaettuBúið er að útbúa viðmið um hvenær grunnskólanemendur og starfsfólk eiga EKKI að mæta í skólann.

Nemendur/starfsfólk eiga EKKI að mæta í skólann ef þau:

  • Eru í sóttkví, einangrun eða bíða niðurstöðu sýnatöku.
  • Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
  • Eru með flensueinkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverki, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.). Miðað er við að skólabörn og starfsfólk skuli vera hitalaust a.m.k. einn sólarhring áður en þau snúa aftur í skólann ef veikindi stafa af öðru en COVID-19.

Mikilvægt er að foreldrar skólabarna og starfsfólk í skólum hugi áfram vel að sóttvörnum og smithættu.

Hvað snertir ferðalög erlendis þá eiga nemendur í Lækjarskóla sem hafa ferðast með fullorðnum sem bíða niðurstöðu úr skimun á landamærum, að vera heima þar til niðurstaða síðari skimunar hjá ferðafélögum/heimilisfólki sem er skimað er ljós en þau eru ekki formlega í sóttkví. Þetta á við jafnvel þótt þau geti haldið fjarlægð, notað sérsalerni og sinnt eigin líkamsþörfum.

...meira

1.9.2020 : Umferðaröryggi

Laekjarskoli5Af gefnu tilefni bendum við á að ný umferðarlög nr. 77/2019 tóku gildi þann 1. janúar 2020. 

Hér má finna atriði er varða umferðaröryggi, allra nemenda, sem mikilvægt er að fara yfir í upphafi skólaárs.  Við biðjum ykkur að kynna ykkur þetta vel og vandlega.

Á vefnum www.umferd.is má einnig finna má finna fræðsluefni og verkefni fyrir nemendur á yngsta stigi, miðstigi og unglingastigi ásamt efni fyrir kennara og fjölskylduna. 

...meira

Fréttasafn


Tilkynningar eða annað efni


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is