22.8.2019 : Skólasetning 2019

FB4DFA18-AB3D-46F3-AC89-2BD8C345F9F1

Í dag fimmtudaginn 22. ágúst fór fram skólasetning hjá 2.-10 bekk (skólasetning hjá 1. bekk verður mánudaginn 26. ágúst) þar sem Dögg Gunnarsdóttir nýr skólastjóri Lækjarskóla bauð nemendur velkomna í skólann eftir sumarfrí. 

Brot úr ræðu hennar:

"..... Draumurinn minn er að við komum hingað á morgnana bæði áhugasöm, forvitin og spennt fyrir því sem sérhver dagur ber í skauti sér. Þar sem við öll saman — óháð áhugamálum okkar, bakgrunni, skoðunum eða útliti — getum verið við sjálf með öllum okkar frábæru kostum og göllum. Í draumaskólanum mínum má gera mistök og við verðum að muna að við kunnum ekki allt. En við reynum aftur og aftur og aftur þar til okkur takast ætlunarverkin, bæði stór og smá..."

Starfsfólk hlakkar til komandi vetrar með frábærum nemendum. 


...meira

22.8.2019 : Reglur um ástundum í Grunnskólum Hafnarfjarðar

22.8.2019 : Hafragrautur

Hafnarfjarðarbær býður öllum grunnskólabörnum í Hafnarfirði upp á hafragraut á morgnana  frá klukkan 7:50 til 8:10  og byrjum við fyrsta kennsludag á því. Grauturinn verður afgreiddur í matsal skólans.

Foreldrum stendur til boða að kaupa ávaxta- og grænmetisáskrift fyrir börn sín í morgunhressingu og fer skráning fram á áskriftarformi á heimasíðu Skólamatar www.skolamatur.is

Ef spurningar vakna, eða þið eruð með ábendingar eða athugasemdir varðandi hafragrautinn eða ávaxtaáskriftina þá hvetjum við ykkur til að senda þær á skolamatur@skolamatur.is

...meira

Fréttasafn


Tilkynningar eða annað efni


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is