22.6.2016 : Sumarlokun skrifstofu

verður frá og með 22. júní.  Opnum aftur mánudaginn 8. ágúst kl. 09:00.   

Sími húsvarðar er 6645639.

Minnum á að skóladagatalið fyrir næsta skólaár má nálgast hér á heimasíðu skólans.

Starfsfólk Lækjarskóla óskar nemendum og foreldrum þeirra góðra stunda í sumar.

...meira

14.6.2016 : Útskrift

Brautskráning nemenda úr 10. bekk var þriðjudaginn 7. júní s.l.  Þar mættu nemendur prúðbúnir ásamt aðstandendum og kvöddu kennara sína og samnemendur. Arna Arnardóttir, aðstoðarskólastjóri rifjaði upp það helsta frá liðnum vetri. Hrönn Arnarsdóttir, deildarstjóri hvatti nemendur til að vera bestu útgáfu af sjálfum sér. Kolbrún María Einarsdóttir talaði fyrir hönd útskriftarnema og fórst það vel úr hendi. Mörg verðlaun voru veitt fyrir góðan námsárangur í hinum ýmsu fögum ásamt ástundunar-og framfaraverðlaunum.  Rótaryklúbbur Hafnarfjarðar veitti  þeim sem var með hæstu samanlögðu einkunnina, bókarverðlaun. Haraldur Haraldsson, skólastjóri sleit síðan skólanum. Eftir útskriftarathöfnina var boðið í kaffi og meðlæti í matsal skólans.

...meira

8.6.2016 : Íþróttadagar

Íþróttadagur var haldinn í 1.-7. bekk 3. júní s.l.í blíðskaparveðri. Nemendur nutu sín vel og lögðu sig fram í hinum ýmsu íþróttum.
6. júní var svo íþróttadagur í 8.-10. bekk.

...meira

Fréttasafn


Tilkynningar eða annað efni


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is