Ef nemandi greinist með Covid19

11.1.2022

         Kæru foreldrar/forráðamenn barna í Lækjarskóla.

Það hlaut að koma að því að veiran myndi læðast inn til okkar hér í Lækjarskóla. Eins og staðan er núna eru smit í þremur árgöngum skólans. Smitrakning í samvinnu við smitrakningarteymið hefur gengið mjög vel og þið foreldrar hafið verið jákvæð þegar við höfum þurft að hringja í ykkur vegna sóttkvíar. Takk fyrir það.

Það er mikið álag á smitrakningarteyminu og þegar barn er smitað heyrum við yfirleitt fyrr frá ykkur en sjálfu teyminu. Til þess að við getum byrjað að vinna forvinnuna er mikilvægt að þið sendið tölvupóst á okkur um leið og jákvæð niðurstaða berst ykkur.

Tölvupósturinn á að fara á Dögg skólastjóra dogg@laekjarskoli.is og Örnu aðstoðarskólastjóra arna@laekjarskoli.is .

Kærar þakkir með ósk um áframhaldandi gott samstarf á þessum furðulegu tímum.

Dögg Gunnarsdóttir, skólastjóri.


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is