Fjölgreindaleikunum lokið

11.10.2018

Nú er Fjölgreindarleikunum lokið að þessu sinni. Mikið líf og fjör hefur verið í skólanum síðustu tvo daga þar sem nemendur hafa farið á fjölbreytt stöðvar og unnið með mismunandi viðfangsefni s.s. tangram, orðaleiki, kahoot, kaðlaklifur, yoga og margt fleira. Í hverjum hóp var hópstjóri úr 10. bekk. Hópstjórarnir stóðu sig virkilega vel og þökkum við þeim kærlega fyrir þeirra framlag. 


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is