Kristín María fékk foreldra­verðlaunin öðru sinni

12.4.2018

Kristín María Indriðadóttir, um­­sjónar­maður fjölgreinadeildar Lækjar­skóla hlaut á þriðjudag Hvatningar­Foreldraverdlaun-2018-069-696x371verðlaun Foreldraráðs Hafnarfjarðar 2018 fyrir störf sín fyrir fjölgreina­deildina og þá krakka sem hana sækja.

Í umsögn dómnefndar segir:

„Kristín María tekur á móti nemendum sínum með einstökum kærleika. Þeir nemendur sem koma til Stínu Mæju eins við köllum hana ávallt öðlast sjálfstraust aftur ef það hefur horfið, þeir trúa á sjálfan sig og umfram allt ná þeir þvílíkum framförum í námi. Hún bjargar mannslífum að mínu mati. Hún er fljót að átta sig á styrkleikum hvers og eins og vinnur eftir því.Nemendur sem voru farnir að upplifa sig tapara í nánast öllu öðlast nýtt líf og nýja sýn á sig sjálf og umhverfið

Foreldrasamskipti og foreldrasamstarf við fjölgreinadeildina eru sérstaklega til fyrirmyndar og eftirbreytni. Foreldrar eru ávallt velkomnir og við kíkjum í kaffisopa eins og við séum í heimsókn hjá ættingjum. Það er ávallt heitt á könnunni og tekið vel á móti foreldrum.

Nú er hún Stína okkar komin með réttindi til að hætta að vinna og held ég að þetta sé hennar síðasti vetur í kærleiksdeildinni. Hún og hennar fólk eiga svo mikinn heiður skilið og ég á erfitt með að hætta að hrósa þeim.“

Alls bárust 15 tilnefningar frá foreldr­um og íbúum bæjarins um einstaklinga, félagasamtök eða stofnanir sem hafa stuðlað að auknu foreldrastarfi, bættum tengslum heimilis og skóla eða lagt að mörkum óeigingjarnt starf í þágu grunnskólabarna.

Þau sem eru tilnefnd eru:

  • Birna Dís Bjarnadóttir grunn­skólakennari,
  • Guðrún Mjöll Róberts­dótti, leikskólakennari,
  • Frístunda­heimili Hauka,
  • Helga Björg Jóhanns­dóttir, leiðbeinandi frístundar,
  • Helga Loftsdóttir kórstjóri,
  • Hilmar Erlends­son, grunnskóla­­kenn­ari Hraunvalla­skóla,
  • Hjördís Sigurbjartsdóttir foreldri,
  • Hrafnhildur Helgadóttir grunnskóla­­kennari,
  • Ingibjörg Thomsen sér­kennslufulltrúi,
  • Jörgen Freyr Ólafsson handboltaþjálfari,
  • Kristinn Jónasson körfuboltaþjálfari,
  • Kristín María Indriðadóttir, fjölgreinadeild Lækjar­skóla,
  • Rannveig Hafberg aðstoðar­skólastjóri,
  • Sigurborg Geirdal Ægis­dóttir
  • Sjöfn Jónsdóttir klifurþjálfari.

Nánar í Fjarðarfréttum


Lækjarskóli | Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555-0585 | Netfang: skoli@laekjarskoli.is